Hátíð í Mosfellsbæ

Hlégarðstúninu hefur verið breytt í tívolí.
Hlégarðstúninu hefur verið breytt í tívolí. mbl.is/Árni Sæberg

Mikið er um dýrðir í Mosfellsbæ í dag þar sem bæjarhátíðin Í túninu heima stendur yfir. Hafa bæjarbúar og aðrir fjölmennt í Álafosskvos þar sem hægt er að kaupa grænmeti og fleiri vörur á markaði og einnig hafa margir skemmt sér í tívolíi á Hlégarðstúni.

Hátíðin var sett formlega í gærkvöldi en þá var meðal annars tendraður varðeldur í Ullarnesbrekkum. Í dag eru meðal annars svonefndir Danskir dagar í Hlégarði  og í kvöld verða tónleikar þar sem fram koma meðal annars Baggalútur, Hafdís Huld, Ingó og Mosfellingurinn Hreindís Ylfa.

Dagskrá bæjarhátíðar Mosfellsbæjar

Margir hafa notað tækifærið og keypt grænmeti á útimarkaði í …
Margir hafa notað tækifærið og keypt grænmeti á útimarkaði í Álafosskvos í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert