Fyrsta lundapysjan er fundin

Hlynur Georgsson, starfsmaður náttúrugripasafnsins, með fyrstu pysjuna. Hlynur hefur fóstrað …
Hlynur Georgsson, starfsmaður náttúrugripasafnsins, með fyrstu pysjuna. Hlynur hefur fóstrað lifandi fugla sem safninu hafa borist í sumar og hlúð að þeim. mbl.is/Georg Skæringsson

Fyrsta lundapysja sumarsins kom í dag í Náttúrugripa- og fiskasafn Vestmannaeyja. Það þykir óvenju seint. Hún var lítil, vóg einungis 212 grömm, en engu að síður spræk. Hún fannst í Vestmannaeyjabæ og kom það nokkuð á óvart í ljósi fregna af slæmum varpárangri lunda. 

Georg Skæringsson, verk- og tæknistjóri Þekkingarseturs Vestmannaeyja, sagði að venjulega hafi verið miðað við að pysjur væru 300 grömm þegar þeim væri sleppt og alls ekki undir 200 grömmum. Ætlunin er að fita pysjuna aðeins áður en henni verður sleppt.

mbl.is