Samkeppniseftirlitið skoðar hækkanir OR

mbl.is/Heiðar

Samkeppniseftirlitið ætlar að leita upplýsinga um það af hverju Orkuveitan hækkar raforkudreifinguna um 40%. Fram kom í fréttum Útvarpsins, að stofnunin ætli að kanna gjaldskrárhækkanir OR eftir helgina.

Raforkudreifing er kostnaður sem fylgir viðskiptavinum Orkuveitunnar hvert sem þeir vilja snúa viðskiptum sínum. Í lok maí taldi stjórn Orkuveitunnar að hækka þyrfti gjaldið um 20% til að mæta rekstrarvanda Orkuveitunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert