Sagðist vera að gera við tölvuna

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í austurborg Reykjavíkur á föstudag. Að sögn lögreglu fundust ýmsir stolnir munir á heimili mannsins, m.a.  fartölva sem hafði verið stolið í innbroti á öðrum stað í borginni deginum áður.

Aðspurður sagðist maðurinn vera að gera við umrædda tölvu en lögreglu þótti það ekki trúverðug skýring og flutti hann á lögreglustöð. Þar var maðurinn látinn gera grein fyrir fleiri munum sem fundust í fórum hans en fátt var um svör, að sögn lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina