Þremur Frökkum yrði lokað

Veitingastaðurinn Þrír frakkar hjá Úlfari við Baldursgötu var stofnaður árið …
Veitingastaðurinn Þrír frakkar hjá Úlfari við Baldursgötu var stofnaður árið 1989. Eggert Jóhannesson

Veitingastaðnum Þremur Frökkum við Baldursgötu yrði lokað ef Ísland gengi í Evrópusambandið, að því er haft er eftir Úlfari Eysteinssyni á sænskum fréttavef. Fjallað er um baráttu hvalveiðisinna gegn ESB-aðild, þ.m.t. Kristjáns Loftssonar  sem hefur engar áhyggjur af því að aðild að ESB verði samþykkt á Íslandi.

En veitingahúsið Þrír Frakkar hefur sem kunnugt er hvalkjöt á matseðli sínum.

Fjallað er um andstöðu íslenskra hvalveiðisinna á vef The Swedish Wire með þeim orðum að þeir fari fyrir herferð gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu.

„Ísland mun ekki ganga í Evrópusambandið svo það er ekki vandamál,“ segir Kristján Loftsson í samtali við vefinn.

Bætir Kristján því við að sambandið kunni ekki að fara með stjórn auðlinda.

Hann gefur lítið fyrir baráttu sumra ríkja gegn hvalveiðum.

„Þetta snýst allt um stjórnmál. Þetta hefur ekkert með heilbrigða skynsemi eða vísindi að gera,“ segir Kristján.

Vefurinn ræðir einnig við Tómas Heiðar, fulltrúa Íslands í Alþjóðahvalveiðiráðinu, sem kveðst undrast að sumir líti svo á að hafið sé „dýragarður“ sem ekki megi nýta.

Grein The Swedish Wire má nálgast hér.

Andstaða hvalveiðisinna við aðild vekur athygli utan landsteinanna.
Andstaða hvalveiðisinna við aðild vekur athygli utan landsteinanna. Þorvaldur Örn Kristmundsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert