Þingflokkar funda í allan dag

Þingflokkur Samfylkingarinnar situr á fundi
Þingflokkur Samfylkingarinnar situr á fundi mbl.is/Árni Sæberg

Þingflokkar Samfylkingar og VG verða á fundum í allan dag þar sem ræða á þingstörfin framundan. Búist er við að það skýrist síðar í dag hvenær gerðar verða breytingar á ríkisstjórninni.

Þingflokkur VG kom saman til fundar um kl. 9 og þingflokkur Samfylkingar var boðaður til fundar kl. 10. Gert er ráð fyrir að báðir fundirnir standi til kl. 16 í dag. Fundirnir voru boðaðir með löngum fyrirvara, en á þeim átti fyrst og fremst að ræða um verkefni þingsins sem kemur saman til fundar á morgun. Ræða átti um stöðu einstakra þingmála sem hafa verið til umfjöllunar í þingnefndum síðustu daga og vikur.

Hugsanlegt verður flokksstjórn Samfylkingarinnar boðuð til fundar síðar í dag, en í henni sitja 30 manns. Flokksstjórnin þarf samkvæmt lögum flokksins að samþykkja myndun ríkisstjórnar og staðfesta tillögu þingflokks um hverjir skipi ráðherrastóla fyrir hönd flokksins.

Árni Páll Árnason mætir á þingflokksfund í morgun
Árni Páll Árnason mætir á þingflokksfund í morgun mbl.is/Árni Sæberg
Samfylkingin á fundi
Samfylkingin á fundi mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert