Fréttaskýring: Miðborg fyrir ofbeldismenn – og alla hina

Lögreglumenn við eftirlit í miðbænum.
Lögreglumenn við eftirlit í miðbænum. mbl.is/Júlíus

Síðustu árin fyrir hrun var Reykjavík óspart hampað í erlendum fjölmiðlum og sagt að borgin væri með afbrigðum hipp og kúl, hvergi í heiminum væri samankominn jafn mikill fjöldi vínveitingastaða á jafn litlu svæði og í miðborginni. Þarna væri mikið fjör og frelsi. En minni áhugi var á því að kynna sér neikvæðu hliðarnar.

Miðborgin breytist reglulega í þann stað á landinu þar sem mest er um líkamlegt ofbeldi, oft tilefnislausar árásir og sumar alvarlegar. En aðeins að kvöld- og næturlagi um helgar. Að öllu jöfnu er ofbeldi ekki algengara þar en annars staðar.

Oft hafa íbúar kvartað í fjölmiðlum undan öskrum, dúndrandi tónlistarhávaða og glerbrotum í grennd við suma skemmtistaðina.

„Við verðum vör við að fólk er að bera út áfengi af stöðunum, sem er óheimilt, oftar en ekki eru ílátin glös eða flöskur,“ segir Ómar Smári Ármannsson yfirlögregluþjónn. „Þegar drukkið fólk klárar grýtir það þessu oft frá sér. Þá er það undir hælinn lagt hvort það lendir í húsvegg eða öðru fólki. Þetta hefur stundum lent í andlitinu á fólki og valdið verulegum skaða.“ Reynt hafi verið að fá veitingamenn til að sameinast um að reyna að draga úr hættunni með því að selja eingöngu bjór í plastglösum eftir miðnætti um helgar, eins og algengast sé í Bandaríkjunum. Sumir fari að þessum tilmælum en ekki allir.

Leyfishafi og rekstraraðili er ekki alltaf einn og sami maðurinn. En þótt stað sé lokað vegna brota á reglum er einfalt að skipta um kennitölu á rekstrarfélaginu. Þá er byrjað aftur með hreint borð, séð með augum yfirvalda. Að vísu getur sami maður ekki verið leyfishafi í fimm ár hafi hann verið alveg sviptur rekstrarleyfi. En leppun er háþróuð íþrótt í viðskiptalífinu. Einn heimildarmaður fullyrti að finna mætti dæmi um huldumenn að störfum þótt andlitið út á við væri nýtt.

Hvaða hlutverk?

Hvaða hlutverki á miðborgin að gegna? Á hún að vera aðallega verslunarhverfi eða skemmtanahverfi, jafnvel rauðuljósahverfi með vændishúsum? Eða blanda af öllu? Víða er mikil íbúðarbyggð í næsta nágrenni við vinsælustu krárnar en það kallar vissulega á vandamál að blanda hlutunum saman á þennan hátt. Ef til vill skiptir mestu að skipulagsstefna sé í fastari skorðum, reglur skýrar þannig að aðilar sem úrskurða í deilum milli veitingahúsaeigenda og almennra íbúa hafi traust viðmið. Geðþóttinn sé ekki við stýrið.

Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, segir að vandinn vegna ofbeldis í tengslum við skemmtanalíf í miðborg sé ekki séríslenskt fyrirbæri.

„Ég held að við séum með allt of mikið frelsi á þessu sviði, t.d. hvað varðar afgreiðslutíma og fjölda veitingastaða í miðborginni,“ segir Stefán. „Þessu fylgja mörg vandamál, mikið ofbeldi eins og tölur okkar hafa sýnt. Við höfum hvatt borgaryfirvöld til að móta sér skýra stefnu um þessi mál.

Ég er að ræða þetta við kollega mína í höfuðborgum hinna landanna á Norðurlöndunum þessa dagana. Þar eru menn að leggja til enn frekari takmarkanir á afgreiðslutíma; ég held að hvergi sé jafn frjálslynd stefna varðandi afgreiðslutíma og hjá okkur.“

Bloggað um fréttina

Innlent »

Nafn Rúriks misnotað

05:36 Rúrik Gíslason, landsliðsmaður í knattspyrnu, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem fram kemur að stofnaðir hafi verið falskir samfélagsmiðlareikningar í hans nafni. Um er að ræða reikninga á Snapchat og Tinder. Meira »

Þingið kemur saman

05:30 Alþingi kemur saman í dag í fyrsta skipti á nýju ári. Stjórnmálaflokkarnir sammæltust um helgina um að hefja þingstörf á almennum leiðtogaumræðum um stöðu stjórnmálanna. Meira »

Vilja reisa verksmiðju

05:30 Áform eru uppi um að reisa steinullarveksmiðju vestan við Eyrarbakka, sem gæti skapað allt að 50 ný tæknistörf. Sveitarfélagið Árborg hefur veitt vilyrði fyrir lóð undir verksmiðjuna. Meira »

Telur komugjöld vera besta kostinn

05:30 Fyrir vöxt og framgang ferðþjónustunnar á Íslandi er há tíðni flugferða lykilatriði.   Meira »

Blindflugsbúnaði í október

05:30 Vonir standa til að svokallaður blindflugsbúnaður (ILS) verði til taks á Akureyrarflugvelli í byrjun október, en búnaðurinn er liður í því að skipa flugvellinum stærri sess í millilandaflugi á Íslandi. Meira »

Óvenjumörg banaslys í upphafi árs

05:30 Það sem af er ári hafa þrír látist í banaslysum í umferðinni, en það eru jafnmargir og samanlagður fjöldi banaslysa í janúar síðustu fimm ár. Í öllum tilvikum á þessu ári hafa ökumennirnir verið ungir karlmenn. Meira »

Úrslit í formannskjöri í dag

05:30 Úrslit í formannskjöri Félags grunnskólakennara verða kunngerð í dag klukkan 14, en rafræn kosning hefur staðið yfir á vef félagsins síðan 18 janúar sl. Meira »

Dregur til tíðinda hjá flugfreyjum

05:30 Flugfreyjufélag Íslands mun boða stjórn og trúnaðarráð félagsins til fundar í vikunni.   Meira »

Landsfundur haldinn í mars

05:30 Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ákveðið að landsfundur flokksins verði helgina 16.-18. mars nk. í Laugardalshöll.  Meira »

Jörð skelfur í Grindavík

Í gær, 21:55 Jarðskjálfti af stærð 3,5 mældist um kílómetra norðaustur af Grindavík á tíunda tímanum í kvöld. Hulda Rós Helgadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni, segir skjálftann hafa fundist vel í bænum og fjölmargar tilkynningar hafi borist Veðurstofunni. Meira »

Íslendingur í annað sinn

Í gær, 21:48 Í lok árs veitti Alþingi 76 einstaklingum ríkisborgararétt. Hinir nýju Íslendingar koma hvaðanæva úr heiminum, til að mynda frá Líbíu, Sýrlandi og Austurríki. Uppruni eins hinna nýju ríkisborgara er þó óvenjulegri en flestra annarra. Það er María Kjarval, en hún er fædd á Íslandi árið 1952. Meira »

8-10 vikna bið eftir dagvistun

Í gær, 21:41 Biðtími eftir dagvistunarplássi fyrir yngstu börn í Hafnarfirði er á bilinu 8-10 vikur samkvæmt þeim biðlista sem eru upplýsingar um hjá daggæslufulltrúa Hafnarfjarðar. Þetta segir Einar Bárðarson, samskiptastjóri Hafnarfjarðar. Meira »

Páskaegg í búðir 10 vikum fyrir páska

Í gær, 21:17 Þrátt fyrir að enn séu um 10 vikur í páska eru páskaegg komin í sölu, alla vega í einni verslun Hagkaupa. Þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði í verslun fyrirtækisins í Skeifunni var búið að koma upp einni appelsínugulri körfu þar sem hægt var að finna lítil páskaegg í stærð tvö. Meira »

United Silicon ljúki öllum úrbótum

Í gær, 19:44 United Silicon fær ekki heimild til að hefja framleiðslu á ný fyrr en lokið hefur verið við nær allar þær úrbætur sem tilteknar eru í mati norska ráðgjafafyrirtækisins Multiconsult sem rannsakað hefur tækjabúnað fyrirtækisins. Þetta kemur fram í úrskurði Umhverfisstofnunar sem tilkynnt var um í dag. Meira »

Sindri Freysson fær Ljóðstaf Jóns úr Vör

Í gær, 18:44 Sindri Freysson fékk í dag afhentan Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið Kínversk stúlka les uppi á jökli. Þetta er í sautjánda sinn sem Lista- og menningarráð Kópavogs afhendir Ljóðstaf Jóns úr Vör. Meira »

Kastaðist út úr bílnum

Í gær, 20:44 Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út fyrr í kvöld eftir að bíll valt út af veginum um Lyngdalsheiði. Einn farþeganna kastaðist úr bílnum og var hann fluttur með þyrlunni á bráðamóttökuna í Fossvogi. Maðurinn er þó ekki talinn í lífshættu. Meira »

Mikil spenna og smá stress á Sundance

Í gær, 18:45 „Þetta er stórt skref og mikill heiður,“ segir Ísold Uggadóttir. Fyrsta kvikmynd hennar í fullri lengd, Andið eðlilega, keppir til aðalverðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni í Park City í Bandaríkjunum á morgun. Meira »

Reynslusögur af daggæslu

Í gær, 18:38 Bið eftir leikskólaplássi er vandamál sem margir foreldrar kannast við þegar fæðingarorlofinu sleppir. Á dögunum var stofnaður á Facebook-umræðuhópur fyrir foreldra í þessari stöðu, og á örfáum dögum eru meðlimir komnir yfir þúsund. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

TIL LEIGU Í 101
Björt 110 m2 , 3-4 herbergja íbúð, í 101 til leigu. Mikil lofthæð ,gott útsýn...
STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
Sundföt
...
 
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Aukatekjur vikulega
Önnur störf
Aukatekjur Morgunblaðið vantar fólk ...