Ólga í sauðfjárbændum

Mikil ólga er meðal sauðfjárbænda vegna fyrirkomulags á verðskrám sláturleyfishafa í ár. Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu stóð fyrir opnum fundi með sláturleyfishöfum sl. föstudagskvöld til að fara yfir þessi mál. 

Fundurinn var haldinn í Búðardal og mættu þangað á annað hundrað bændur víðsvegar af Vesturlandi, Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Allir sláturleyfishafar, sem slátra lömbum af þessum svæðum, voru boðaðir á fundinn en athygli vakti að einungis einn framkvæmdastjóri af fjórum sá sér fært að mæta, samkvæmt frétt Skessuhorns. 

Margir fundarmenn lýstu furðu sinni yfir því að sláturleyfishafar sniðgengu bændur með þessum hætti.

Sjá frétt Skessuhorns

mbl.is

Bloggað um fréttina