„Hver skapaði sýkla?“

Minningarhellan um Helga Hóseasson afhjúpuð í gærkvöldi.
Minningarhellan um Helga Hóseasson afhjúpuð í gærkvöldi. mbl.is/Árni Sæberg

Liðið var ár í gær frá andláti Helga Hóseassonar sem landsþekktur var fyrir mótmæli sín og af því tilefni var um sexleytið afhjúpuð minningarhella þar sem hann stóð oft með spjöld sín við gatnamót Langholtsvegar og Holtavegar í Reykjavík.

Lítill hópur manna gekk frá heimili Helga við Skipasund að gatnamótunum. „Við sviptum hulunni af steininum, kveiktum á kertum, lögðum blóm að honum og ræddum saman um Helga,“ segir Reynir Harðarson, formaður samtakanna Vantrúar.

Á hellunni stendur, auk nafns Helga: „Hver skapaði sýkla?“ sem var ein þeirra spurninga sem Helgi varpaði fram á spjöldum sínum en hann var mjög á móti kenningum kirkjunnar um Guð.

Að uppsetningu hellunnar standa Vantrú og Facebook-hópur um minnisvarða um Helga Hóseasson. Þór Sigmundsson steinsmiður hannaði helluna en vinna við hana og efni eru gjöf frá steinsmiðjunni S. Helgason. Hellunni var komið fyrir með leyfi og aðstoð borgaryfirvalda.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert