Líkur á að landsdómur verði kallaður saman

Geir H. Haarde og Ingibjörg sólrún Gísladóttir.
Geir H. Haarde og Ingibjörg sólrún Gísladóttir. mbl.is/Ómar

Þingmannanefnd sem Alþingi skipaði til að fara yfir rannsóknarskýrslu Alþingis stefnir að því að gera grein fyrir störfum sínum um helgina, líklega á laugardag kl. 17.00.

Samkvæmt heimildum sem Morgunblaðið telur áreiðanlegar hafði myndast meirihluti fyrir því í nefndinni að landsdómur yrði kallaður saman. Meirihluti nefndarinnar mun hafa talið rétt að leggja til við Alþingi, sem fer með ákæruvaldsákvörðun í málinu, að landsdómur yrði kallaður saman til að fjalla um hugsanlega ábyrgð fjögurra fyrrverandi ráðherra úr ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar samkvæmt lögum um ráðherraábyrgð.

Ráðherrarnir fyrrverandi eru Geir H. Haarde, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra.

Heimildir Morgunblaðsins herma að ágreiningur hafi verið innan Samfylkingarinnar um hvort birta bæri tveimur eða fjórum fyrrverandi ráðherrum ákæru og þau átök hafi á fundi í gær leitt til þess að enn sé ekki komin endanleg niðurstaða í málið. Nefndin kemur saman til fundar á nýjan leik í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »