„Röng niðurstaða“

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra.
Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar meirihluta þingmannanefndar að leggja til við Alþingi að hann verði ákærður fyrir landsdómi vegna mistaka í starfi. Geir segir niðurstöðuna valda sér vonbrigðum og hann telji hana ranga.

„Niðurstaða meirihluta þingmannanefndar, sem fjallað hefur um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um ákærur á hendur fyrrverandi ráðherrum, veldur mér miklum vonbrigðum. Ég tel að meirihlutinn hafi komist að rangri niðurstöðu. Komi til þess að Alþingi samþykkti tillögu um að stefna mér fyrir landsdóm verður það þungbær reynsla en sá sem hefur hreinan skjöld er ekki hræddur við að fá úrlausn sinna mála fyrir óháðum og óvilhöllum dómstóli eins og landsdómi er ætlað að vera.

Ég hef gert grein fyrir minni hlið þessara mála í tveimur ítarlegum greinargerðum, til rannsóknarnefndar Alþingis og til þingmannanefndarinnar, sem báðar liggja fyrir opinberlega. Niðurstaða þeirra þingmanna er mynda meirihluta í nefndinni er eigi að síður sú að meiri líkur séu á að ég verði sakfelldur fyrir brot á lögum en sýknaður. Ella hefðu þeir alþingismenn sem skipa meirihlutann ekki haft leyfi til að leggja til við Alþingi að það samþykki ákæru því slíkt væri ekki í samræmi við íslenskar og alþjóðlegar réttarfars- og mannréttindareglur.

Ég hef á löngum stjórnmálaferli og í þau ellefu ár sem ég sat samfellt í ríkisstjórn ævinlega reynt að sinna störfum mínum heiðarlega, af samviskusemi og eftir bestu getu í samræmi við þá leiðsögn sem ég hafði úr æsku. Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að nafn mitt yrði nokkurn tíma nefnt í sömu andrá og landsdómur eða að ég kynni að verða sakaður um að vanrækja störf mín þannig að varðaði við lög um ráðherraábyrgð. Það eitt er mikið áfall.

Allt árið 2008 voru mál er vörðuðu stöðu viðskiptabankanna, hvort og hvernig takast mætti að koma í veg fyrir að þeir yrðu hinni alþjóðlegu fjármálakreppu að bráð, mitt aðalviðfangsefni. Þessi vinna stóð sleitulaust af minni hálfu, annarra ráðherra sem að málum komu, embættismanna og þeirra stofnana sem í hlut áttu. Ég vissi ekki hversu mjög bankarnir höfðu verið veiktir innan frá. Það kom ekki í ljós fyrr en eftir ítarlega rannsókn rannsóknarnefndar Alþingis.

Allar ráðagerðir um að bjarga bönkunum misheppnuðust. Það var reiðarslag fyrir mig eins og landsmenn alla. Ég stend við þá sannfæringu mína að embættisfærsla mín sem forsætisráðhera hafi ekki valdið bankahruninu og það hafi hvorki verið á mínu færi né annarra ráðherra að koma í veg fyrir það á árinu 2008 eins og málum var háttað. Heldur ekki þeirra tveggja áhrifamiklu ráðherra, sem sátu í minni ríkisstjórn, og sitja í æðstu valdastólum í núverandi ríkisstjórn, en hafa af einhverjum ástæðum verið undanþegnir umfjöllun þingmannanefndarinnar.

Fyrir Alþingi liggur nú að taka ákvörðun um hvort ákæra eigi mig og höfða mál til refsingar fyrir landsdómi vegna starfa minna sem forsætisráðherra á umræddu tímabili. Ábyrgð þingmanna er mikil þegar kemur að því að beita ákæruvaldi í fyrsta sinn í sögunni, eins og nú hefur verið lagt til. Verði sakborningar sýknaðir mun það verða mikill áfellisdómur yfir störfum þingmannanefndarinnar og þingsins. Þeir þingmenn sem samþykkja ákæruna verða að vera reiðubúnir að horfast í augu við sína ábyrgð á því þegar öll kurl koma til grafar.

Ég hyggst ekki tjá mig frekar um þessi mál opinberlega þar til í réttarsalinn er komið ef Alþingi ákveður að stefna mér þangað.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hrafnaþing — Þriðji þáttur

Í gær, 22:06 Þriðji þáttur Hrafnaþings er nú aðgengilegur í Sjónvarpi mbl.is. Smávægilegir tæknilegir örðugleikar urðu til þess að þátturinn fór ekki loftið á tilskildum tíma, það er klukkan 20. Meira »

Vann tvær milljónir í Jókernum

Í gær, 21:57 Enginn var með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot. Rúmlega 3,8 milljarðar voru í pottinum og flyst upphæðin yfir í næstu viku. Einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð í Jóker og fær hann tvær milljónir í vinning. Miðinn var keyptur í Olís við Gullinbrú í Reykjavík. Meira »

Kerfi loks sniðið að þörfum starfsmanna

Í gær, 20:52 Miðstöðin tók í dag í notkun nýtt samskiptakerfi sem starfsmenn með skerta sjón geta notað. Kerfið var formlega tekið í notkun af Eyþóri Þrastarsyni, blindum starfsmanni Miðstöðvarinnar, en Miðstöðin er þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón- og heyrnarskerðingu. Meira »

Gillette á hvers manns vörum

Í gær, 20:50 Sérfræðingar í auglýsinga- og markaðsmálum virðast almennt ánægðir með nýja auglýsingu rakvélaframleiðandans Gillette sem vakið hefur mikla athygli í vikunni. Meira »

Harmar ákvörðun ráðuneytisins

Í gær, 20:10 Fjölskylduráð Hafnarfjarðar harmar ákvörðun heilbrigðisráðuneytisins um að hafna því að greiða fyrir viðbótarrými í Drafnarhúsi fyrir fólk með heilabilunarsjúkdóma. Það er fram á að ákvörðunin verði endurskoðuð. Meira »

Katrín Júl og Margeir gestir

Í gær, 19:13 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi ráðherra og margt annað eins og hún segir sjálf og Margeir Vihjálmsson voru gestir síðdegis á K100. Þau munu seint þykja skoðanalaus og var reifað á málefnum vikunnar. Meira »

Boðar lækkun tekjuskatts

Í gær, 17:53 Unnið hefur verið að því um langt skeið að útfæra leiðir til þess að aðstoða aðila vinnumarkaðarins að ná saman í yfirstandandi kjaraviðræðum. Þegar hefur verið gripið til ráðstafana. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í samtali við mbl.is um mögulega aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum. Meira »

Áreitti og sendi „ógeðslegar typpamyndir“

Í gær, 17:07 Landsréttur hefur staðfest þriggja mánaða skilorðsbundinn dóm yfir karlmanni fyrir að áreita konu með dónalegum smáskilaboðum. Maðurinn, sem er á fertugsaldri, bauð konunni meðal annars pening í skiptum fyrir kynlíf og sendi henni þrjár typpamyndir. Meira »

Tólf aðstoðarsáttasemjarar tilnefndir

Í gær, 16:54 Ríkissáttasemjari hefur tilnefnt hóp aðstoðarsáttasemjara sem koma til með að aðstoða ríkissáttasemjara og aðstoðarríkissáttasemjara, sem aðeins hefur verið einn hingað til, í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Meira »

Skora á ráðuneyti að bregðast við

Í gær, 16:19 Hjúkrunarráð Landspítala skorar á heilbrigðisyfirvöld að bæta starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Þetta kemur fram í áskorun sem hjúkrunarráð sendi heilbrigðisráðuneyti í gær. Meira »

Pattstaða í fatasöfnun yfir jólin

Í gær, 16:00 „Allt þetta hökt í keðjunni hafði mikil áhrif. Við gátum ekki annað öllu sem okkur barst, en við erum að ná þessu upp aftur og fólk þarf ekki að óttast að ekki verði tekið við fötum í Sorpu um helgina,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarsviðs Rauða krossins. Meira »

Skoða aðstæður barnshafandi á landsbyggðinni

Í gær, 15:56 Félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu á ríkisstjórnarfundi í morgun áform um skoða í sameiningu breytingar til að styðja betur við barnshafandi konur á landsbyggðinni og fjölskyldur þeirra. Meira »

Greiðir fyrir beinu flugi milli Íslands og Japans

Í gær, 15:28 Sendinefnd utanríkisráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins fundaði með fulltrúum samgönguráðuneytis Japans í Tókýó í gær um gagnkvæm loftferðasamskipti. Meira »

Flugvirkjar semja við Bluebird

Í gær, 14:53 Samninganefndir Flugvirkjafélags Íslands og Bluebird undirrituðu kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara á öðrum tímanum í dag samkvæmt upplýsingum frá ríkissáttasemjara. Meira »

Mikill meirihluti vill seinkun klukku

Í gær, 14:48 Rúm 63% Íslendinga eru hlynnt því að klukkunni verði seinkað um eina klukkustund frá því sem nú er, en rúm 36% vilja óbreytta stöðu klukkunnar. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Meira »

Landsréttur staðfestir dóm yfir Cairo

Í gær, 14:11 Sextán ára fangelsisdómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Khaled Cairo, sem varð Sanitu Brauna að bana í íbúð við Hagamel í september árið 2017, hefur verið staðfestur af Landsrétti. Cairo mun una niðurstöðu Landsréttar. Meira »

Vatnsmýri verði 102 Reykjavík

Í gær, 13:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í gær tillögu borgarstjóra um að þess verði farið á leit við póstnúmeranefnd Íslandspósts að Vatnsmýri fái póstnúmerið 102. Íbúar í Skerjafirði eru mótfallnir breytingunni og segja að íbúðaverð muni lækka við póstnúmerabreytinguna. Meira »

Meðferð Hjartar Elíasar gengur vel

Í gær, 13:45 „Það gengur vel með Hjört sem lauk krabbameinsmeðferð þegar hann útskrifaðist frá Karólínska sjúkrahúsinu í Svíþjóð en hann þarf enn að taka krabbameinslyf. Hjörtur fór í jáeindaskanna í dag [í gær] og það kemur í ljós næstu daga hvort hann sé læknaður af krabbameininu,“ segir móðir hans. Meira »

Nauðungarvistun litlar skorður settar

Í gær, 13:38 Sérfræðinefnd Evrópuráðsins hefur ítrekað farið fram á endurbætur á lögræðislögum Íslands, en það er ekkert í íslenskum lögum sem kemur í veg fyrir að saga Aldísar Schram, dóttur Jóns Baldvins Hannibalssonar, endurtaki sig. Meira »
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 25 þús. 30 Kw. Blár, hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós inna...
Sjónvarpsskeinkur úr eik
Til sölu vel með farinn sjónvarpsskeinkur úr eik. L:240, D:58, H:53 Verð 20 þús....