Laus úr gæsluvarðhaldi

Maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald til föstudags grunaður um skemmdarverk og líflátshótanir í garð feðga af kúbverskum uppruna, er nú laus úr haldi. 

Maðurinn hefur komið við sögu lögreglu vegna handrukkana.

Lögreglan lítur svo á að hótanirnar sem feðgarnir urðu fyrir séu ofsóknir vegna kynþáttafordóma. Umræddir feðgar eru þeldökkir og búa í Vesturbæ Reykjavíkur. Þeir fóru úr landi á mánudag þar sem þeir óttuðust um öryggi sitt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert