Vill ofbeldi burt úr borginni

Frá blaðamannafundinum í dag
Frá blaðamannafundinum í dag mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Reykjavíkurborg stefnir að því að útrýma ofbeldi í miðbæ borgarinnar. Þetta kom fram í máli Jóns Gnarr borgarstjóra á blaðamannafundi fyrir stuttu.

Tilefni fundarins var útgáfa tillagna starfshóps um öryggismál á skemmtistöðum og við þá. Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri stýrði fundinum og kvað margt mega betur fara í öryggismálum borgarinnar.

Þá fór Halldór Nikulás Lárusson, verkefnisstjóri á mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, yfir nýja úttekt á skemmtistöðum borgarinnar. Niðurstöður úttektarinnar voru að að staðsetning öryggismyndavéla á skemmtistöðum er ekki alltaf eins og best verður á kosið til að tryggja öryggi gesta. Þar vegur þyngst skortur á vöktun á göngum framan við salernisaðstöðu úr augsýn starfsfólks, þ.e. á efri hæð, í kjallara eða annars konar afkima.

í niðurstöðum úttektarinnar kemur fram að þáttur dyravarðanna í öryggismálum skemmtistaðanna verður seint ofmetinn. 

Jón Gnarr segir ofbeldi aukast í miðbænum og kveðst ætla að leggja sitt af mörkum til að vinna gegn því. „Ég vil zero tolerance gagnvart ofbeldi. Ef við segjum að markmiðið væri að ofbeldi yrði helmingi minna í miðbænum væri það óásættanlegt. Það væri samt of mikið ofbeldi. Þarna eru líkamsárásir, kynferðisbrot og andlegt ofbeldi eins og hótanir og ógnanir. Allt er þetta ofbeldi. Burt með ofbeldi,“ segir Jón Gnarr.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert