Takmörkun veiða skilar ekki árangri

Rjúpa á veiðislóð.
Rjúpa á veiðislóð. mbl.is/Ingólfur
Takmarkanir á rjúpnaveiðidögum skila ekki tilskildum árangri, stofnstærð rjúpunnar er ofmetin og áhrif veiða vanmetin að mati Ólafs K. Nielsen, vistfræðings hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sem nýlega skilaði tillögum sínum um veiði í haust til umhverfisráðuneytisins.

Ólafur segir veiðistjórnun hafa gengið misjafnlega frá því að veiðar voru leyfðar aftur árið 2005. Þá var veiðitíminn styttur verulega, sölubann sett á rjúpur og veiðimenn hvattir til að sýna hófsemi í veiðum. Árangur hafi náðst tvö ár af þeim fimm sem síðan hafa liðið en hin þrjú árin hafi verulega verið farið fram úr tillögum Náttúrufræðistofnunar um veiði. Síðastliðin þrjú ár hafi veiðidagar verið átján og eftir góðan árangur 2007 og 2008 hafi menn talið sig komna niður á heppilegan fjölda veiðidaga að sögn Ólafs. Ákvað umhverfisráðherra því að halda fjölda veiðidaga óbreyttum 2009 með nokkrum breytingum þó í tilhögun þeirra.

Rjúpnaveiðin fór langt umfram ráðgjöf í fyrra

Í fyrra fór veiði hins vegar 32% umfram ráðgjöf Náttúrufræðistofnunar. Ólafur segir ástæður þessa aðallega vera tvær. Veiðimönnum hafi fjölgað verulega, um allt að fimmtung, og þeir gerst gráðugri en áður. Þeir fari ekki oftar að veiða en þeir drepi fleiri fugla í hvert sinn. Hver veiðimaður veiddi um 40% fleiri fugla. „Það hefur sýnt sig að 18 dagar eru það rúmur tími að menn geta náð sér í fleiri fugla því afkastageta þeirra er orðin það mikil,“ segir Ólafur.

Hann segir rjúpnaveiðimenn þurfa að sýna meiri hógværð á komandi veiðitímabili og það sé undir veiðimönnum sjálfum komið hvort veiðistjórnunin virki. Veiðimenn séu á skilorði í ár.

Í ár leggur Náttúrufræðistofnun til að veiddar verði 75.000 rjúpur. Ólafur segir hins vegar að það sé vitað mál að stofnstærðin sé ofmetin. „Talningar sýna að rjúpu fjölgar á Norður- og Austurlandi þar sem uppsveifla er í stofninum þriðja árið í röð. Hins vegar hefur orðið fækkun á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi,“ segir Ólafur. Landið skiptist því í tvennt eftir ástandi rjúpnastofnsins en stofnlíkan stofnunarinnar byggist á gögnum frá Norðausturlandi. Því sé mikilvægt að halda áfram að þróa stofnlíkan.

Þá virðist áhrifin af veiðum vera vanmetin. Veiðarnar virðist hafa neikvæð áhrif á eftirlifandi fugla og magni upp önnur afföll stofnsins.

Í grein sem Ólafur ritar í nýútkomið tímarit Skotvís kemur fram að reiknuð heildarstærð varpstofns rjúpu vorið 2010 var 240.000 fuglar. Framreiknuð stærð veiðistofns 2010, miðað við hlutfall unga á veiðitíma verði það sama og var í talningunni á Norðausturlandi í byrjun ágúst (77%) er 850.000 fuglar. „Samkvæmt framangreindu er ráðlögð veiði því um 75.000 fuglar. Að meðaltali gerir það 14 fugla á veiðimann miðað við um 5.500 rjúpnaveiðimenn líkt og var 2009,“ ritar Ólafur.

Ráðherra tekur ákvörðun

Að sögn Guðmundar Harðar Guðmundssonar, upplýsingafulltrúa umhverfisráðuneytisins, er byrjað að skoða tillögur Náttúrufræðistofnunar um rjúpnaveiði í ár. Lagt verði mat á tillögurnar og muni ráðherra taka endanlega ákvörðun um fyrirkomulag veiðanna.

Breytir um lit eftir árstímum

Rjúpan er meðalstór fugl, kvenfuglinn eða hænan vegur um 500 g og karlfuglinn eða karrinn um 550 g. Rjúpan breytir um lit eftir árstímum og er einstök um það meðal fugla að hún skiptir um hluta fjaðurhamsins þrisvar á ári.

Rjúpan er útbreidd um allt land frá fjöru til fjalla. Hún er staðfugl en ferðast innanlands utan varptíma og geta rjúpur þá farið landshorna á milli, sérstaklega á það við um hænurnar.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Bloggað um fréttina

Innlent »

Aukin sjálfsvígstíðni vakti Sævar til umhugsunar

08:18 „Ég var ekki viss til að byrja með hvaða samtök ég ætlaði að hlaupa fyrir en þegar ég fór að kynna mér málið fannst mér þetta félag höfða mest til mín,“ segir Sævar Skúli Þorleifsson, sem mun hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Pieta-samtökunum. Hann glímdi við vanlíðan um tvítugt og talar nú opinskátt um það í fyrsta skipti, 34 ára. Meira »

Rafræn gátt fyrir dómsskjöl opnuð

07:57 Mikil tímamót urðu í dómstólasögunni 10. júlí sl. þegar fyrsta ákæran ásamt gögnum frá héraðssaksóknara fór til Héraðsdóms Reykjavíkur í gegnum rafræna gátt. Meira »

Óku á og stungu af

07:40 Tilkynnt var um tvo árekstra í Kópavogi í gærkvöldi, annan á sjöunda tímanum og hinn á áttunda tímanum, en í báðum tilfellum höfðu þeir sem ollu árekstrunum stungið af frá vettvangi. Meira »

Hlíðarendi ofan í þotunum

07:37 Húsin á Hlíðarenda í Vatnsmýri rísa hratt um þessar mundir. Verktakar og vinnuvélar í tugatali eru að störfum en samkvæmt deiliskipulagi er gert ráð fyrir um 600 íbúðum á svæðinu. Meira »

Víða þokubakki nú í bítið

07:20 Hlýtt og rakt loft er yfir landinu, víða rigndi síðustu nótt sem leiðir til þokubakka sem finna má víða nú í bítið, einkum þar sem vindur andar af hafi. Meira »

Drakk áfengi í strætó

06:57 Strætóbílstjóri óskaði eftir aðstoð lögreglu á tólfta tímanum í gærkvöldi vegna ölvaðs manns sem drakk áfengi í vagninum og neitaði að yfirgefa vagninn. Lögreglan ók manninum heim til sín. Meira »

Eldur í rusli við Álfhólsskóla

06:31 Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eld í ruslagámum við Álfhólsskóla í Kópavogi um miðnætti í gær.   Meira »

Beittu táragasi gegn lögreglu

06:05 Tveir eru í haldi lögreglunnar á Norðurlandi vestra eftir að táragasi var beitt gegn lögreglumönnum er þeir framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Meira »

Skógræktin vill vita af skaðvöldum

05:30 „Birkikemba virðist vera í blússandi uppsiglingu, sérstaklega á suðvesturhorninu,“ sagði Edda Sigurdís Oddsdóttir, sviðsstjóri rannsóknasviðs Skógræktarinnar á Mógilsá. Meira »

Áhyggjur af stöðunni

05:30 Herdís Storgaard, verkefnastjóri hjá Miðstöð slysavarna barna, hefur varað við töppum af drykkjarílátum og svokölluðum skvísum. Tilkynningum um tilfelli þar sem börn setja upp í sig hluti sem loka öndunarveginum hefur fjölgað. Meira »

Öryggi ábótavant í kirkjum landsins

05:30 Öryggi kirkna og kirkjugripa á Íslandi er ábótavant að mati Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Hann segir hættu á að óhlutvant fólk ásælist og taki gripi úr kirkjum, enda hafi það gerst. Meira »

Andlát: Þorsteinn Ingi Sigfússon

05:30 Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor og forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, varð bráðkvaddur aðfaranótt 15. júlí, 65 ára að aldri. Meira »

Var söluhæsti leikur í heimi í meira en ár

05:30 Tölvuleikurinn The Machines, sem íslensk-kínverska tölvuleikjafyrirtækið Directive Games þróaði og gaf út árið 2017, var í eitt og hálft ár söluhæsti leikur í heimi á sviði blandveruleika, að sögn Atla Más Sveinssonar, forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, sem er í viðtali í ViðskiptaMogganum í dag.. Meira »

Einn greindist með mislinga í Reykjavík

05:30 Fullorðinn einstaklingur sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu greindist með mislinga fyrir nokkrum dögum eftir að hafa verið á ferðalagi í Úkraínu, þar sem mislingafaraldur hefur geisað á undanförnum árum. Meira »

Geta opnað leiðina til Asíu

05:30 Vincent Tan, sem fer fyrir félaginu sem keypt hefur 75% hlut í Icelandair Hotels, segir mikla möguleika fólgna í því að tengja ferðamarkaðinn á Íslandi betur við Asíu. Meira »

Töluverðar líkur á þrumum og eldingum

Í gær, 22:41 Töluverðar líkur eru á þrumur og eldingum á Suður- og Vesturlandi á morgun eftir hádegi, að því er fram kemur á Facebook-síðu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þar er fólki bent á að fara strax upp úr sundlaugum og heitum pottum ef það verður vart við þrumuveður. Meira »

„Ekki útskrifuð og áfram er fylgst með“

Í gær, 22:19 „Hún er ekki útskrifuð og áfram er fylgst með henni,“ segir Áslaug Fjóla Magnús­dótt­ir, móðir tæp­lega þriggja ára stúlku, sem hlaut nýrna­bil­un eft­ir að hafa smit­ast af E.coli í Efsta­dal um miðjan júní en ein­kenn­in komu fram í lok júní. Meira »

„Óvenjuvillandi“ framsetning

Í gær, 21:10 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, segir frétt á vef Hringbrautar um að hann hafi þegið miða á tónlistarhátíðina Secret Solstice fyrir tæpa hálfa milljón króna „óvenjuvillandi“ þar sem reynt er að „gera hluti tortryggilega“. Þetta kemur fram í nýrri Facebook-færslu hans um tónlistarhátíðina. Meira »

Álagningarskrá tekur breytingum í ár

Í gær, 20:59 Allar líkur eru á því að engar upplýsingar verði í álagningarskrá RSK um bætur einstaklinga. Þá verða ekki birtar upplýsingar um útvarpsgjald, en upplýsingar um tekjuskatt og útsvar verða á sínum stað. Þetta segir Snorri Olsen ríkisskattstjóri í samtali við mbl.is. Meira »
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
Þreyttur á reykinga- myglulykt, lausn ?
Eyðir flest allri ólykt, m.a. Myglu-gró ásamt og raka- reykinga- og brunalykt. ...