Líkur á að stjórnin springi

Það er útlit fyrir enn einn átakavetur á Alþingi.
Það er útlit fyrir enn einn átakavetur á Alþingi. Ómar Óskarsson

„Ég gef þessari ríkisstjórn ekki marga mánuði. Ég gef henni veturinn í mesta lagi. Það er mín skoðun,“ segir Stefanía Óskarsdóttir stjórnmálafræðingur um stöðu stjórnarinnar eftir háværar deilur í þingmannamálinu. Hún telur Atla Gíslason hafa verið niðurlægðan í málinu. 

Aðspurð um stöðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra kveðst Stefanía meta hana svo að ráðherrann setjist í helgan stein, fari svo að stjórnin springi. Með því að vernda Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í málinu taki Jóhanna hagsmuni Samfylkingarinnar fram yfir stjórnarsamstarfið.

Með því að leggja til að aðeins Geir H. Haarde, forsætisráðherra í stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar 2007 til 2009, yrði ákærður hefði Jóhanna komist hjá því „jarðsprengjusvæði“ að þurfa að leggja fram ákærur á hendur Ingibjörgu Sólrúnu.

Málið hið „versta klúður“

„Þetta mál er hið versta klúður. Það var hægt að sjá fyrir að málið yrði mjög erfitt fyrir Samfylkinguna. Jóhanna tekur sér stöðu með Ingibjörgu Sólrúnu til þess að reyna að halda flokknum saman, Samfylkingunni. Við sjáum að fólk virðist vera að fara í uppgjör þar sem er kannski tími til kominn.“

Þá sýni viðbrögðin við þeirri tillögu þingmannanefndarinnar að ákæra beri Björgvin G. Sigurðsson hversu sterk staða hans innan þingflokksins sé.

Gert lítið úr störfum nefndarinnar

Sem kunnugt er fór Atli Gíslason fyrir þingmannanefndinni sem falið var að fjalla um skýrslu þingmannanefndar Alþingis og telur Stefanía að með því að halda því áfram að ekki sé tilefni til ákæra gegn ráðherrunum fjórum sé Jóhanna og Samfylkingin að gera lítið úr störfum nefndarinnar og þar með Atla.

Stefanía bendir á að brestir séu í stjórnarsamstarfinu í mörgum málum og nefnir Magma-málið og andstöðu Jóns Bjarnasonar sjávarútvegsráðherra við aðildarumsóknina að ESB.

Hún telur óvissu ríkja um hvað myndi taka við fari svo að stjórnin springi.

„Ég held að það sé enginn sérstakur áhugi fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn innan Samfylkingarinnar.“

Allt upp í loft

En er svigrúm fyrir annan Besta flokk?

„Þetta er allt upp í loft. Það er eiginlega það sem maður getur sagt. Í rauninni furðar maður sig á því hvað þetta var vanhugsað [...] Það hefði verið langbesta niðurstaðan að þingmannanefndin hefði komist að þeirri niðurstöðu að það ætti aðeins að ákæra einn mann, Geir H. Haarde og þá á þeirri forsendu að hann hefði verið forsætisráðherra og að þetta væri því á hans ábyrgð.

Hér hugsa ég dæmið út frá strategískri hugsun ef ég væri Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon og ætlaði að halda ríkisstjórninni saman. Það er greinilega algert jarðsprengjusvæði að draga Ingibjörgu Sólrúnu þarna inn. Það er greinilegt að Björgvin á sterka talsmenn í þingflokknum.

Nú er formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra búinn að taka afstöðu með Ingibjörgu Sólrúnu og segir raunar að þetta sé ekki á rökum reist gagnvart hinum. Þetta veldur tilfinningaróti og mönnum finnst að þeir hafi verið rassskelltir. Formaður VG í nefndinni, Atli Gíslason, er lögmaður og telur sig hafa unnið gott starf. Þetta er mjög auðmýkjandi fyrir hann og allt þetta samstarf, ofan á allt sem á undan er gengið.“

Stefanía Óskarsdóttir.
Stefanía Óskarsdóttir. mbl.is
mbl.is

Innlent »

Eitt stórfellt fíkniefnalagabrot í apríl

17:20 Tilkynningum um innbrot fjölgaði á milli mánaða í aprílmánuði og fjölgaði innbrotum í fyrirtæki og stofnanir þar af hlutfallslega mest. Þá fjölgaði tilkynningum um eignaspjöll á milli mánaða og voru alls 124 í aprílmánuði. Meira »

„Þetta eru auðvitað ánægjuleg tíðindi“

17:06 „Þetta eru auðvitað ánægjuleg tíðindi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is innt eftir viðbrögðum hennar við þeirri ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í morgun að lækka vexti um 0,5% í 4%. Meira »

Drífa á þingi Evrópusambands verkalýðsfélaga

16:29 Drífa Snædal, forseti ASÍ, ávarpaði þing Evrópusamband verkalýðsfélaga (ETUC) í gær þar sem rætt var um þann kafla í aðgerðaráætlun ETUC sem fjallar um „Traustara lýðræði og betri framtíð í Evrópu fyrir vinnandi fólk“. Meira »

Datt aldrei í hug að þagga niður

16:23 Þingmenn Miðflokksins þökkuðu starfsfólki Alþingis fyrir að hafa staðið vaktina vel undanfarna daga og nætur. Þetta kom fram undir liðnum störf þingsins en umræða um þriðja orkupakkann stóð yfir í alla nótt og fram undir morgun. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson óskaði eftir betri tímastjórn. Meira »

Málsmeðferð harðlega gagnrýnd

15:44 Liðsmenn Sigur Rósar greiddu 76,5 milljónir króna vegna álagsbeitingar ríkisskattstjóra eftir að breytingar voru gerðar á opinberum gjöldum þeirra undir lok síðasta árs. Meira »

Þungbært að sitja undir ásökunum

15:30 „Það er starfsmönnum skrifstofu Alþingis þungbært að sitja undir ásökunum um að greiða tilhæfulausa reikninga og gæta ekki að meðferð almannafjár,“ segir í yfirlýsingu frá skrifstofu Alþingis í tilefni af umræðu á þingfundi í gær þar sem því hafi verið haldið fram að rökstuddur grunur væri um að Ásmundur Friðriksson alþingismaður hefði dregið sér almannafé. Meira »

Öll félög samþykktu nema eitt

14:45 Öll aðildarfélög Samiðnar hafa samþykkt nýgerða kjarasamninga nema Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Samiðn. Meira »

Tafir vegna fræsunar og malbikunar

14:30 Töluverðar umferðartafir hafa orðið vegna fræsunar og malbikunar fráreinar af Skeiðarvogi niður á Miklubraut til austurs.  Meira »

Mun fleiri orðið fyrir ofbeldi

14:30 „Hlutfall barna sem hefur orðið fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi [er] mun hærra en ég held að almenningur og samfélagið gera sér grein fyrir,“ segir Hjördís Þórðardóttir, hjá UNICEF um rannsókn á ofbeldi í lífi barna sem kynnt var í dag. Samtökin vilja sjá tölurnar nýttar í aðgerðir. Meira »

„Það þarf sterka vöðva til að stjórna þessu!“

14:25 Langar biðraðir mynduðust á Reykjavíkurflugvelli í gærkvöldi þegar fimm DC-3 vélar voru sýndar almenningi.   Meira »

Ræddi um uppgang öfgaafla í Evrópu

13:58 Uppgangur öfgaafla í Evrópu og það pólitíska umhverfi sem slík öfl hafa sprottið úr var á meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fjallaði um í ræðu sinni á opnun alþjóðlegrar ráðstefnu á sviði kynjafræða í dag. Meira »

Ástráður meðal umsækjenda um dómarastöðu

13:53 Ástráður Haraldsson héraðsdómari er einn þeirra sem sóttu um embætti landsréttardómara. Embættið var auglýst laust eftir að Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu í byrjun mánaðarins vegna aldurs. Ástráður staðfestir þetta við mbl.is. Meira »

Efling vill ábendingar um vanefndir

13:43 Efling – stéttarfélag hefur fengið ábendingar um að fyrirtæki hafi brugðist við launahækkunum í nýjum kjarasamningi með því að taka af starfsfólki bónusa, aukagreiðslur og ýmiss konar hlunnindi. Meira »

Féll sex metra í vinnuslysi

13:15 Karlmaður um tvítugt féll hátt í sex metra í vinnuslysi í Kópavogi um ellefuleytið í morgun.  Meira »

Sumarið er komið því malbikun er hafin

13:09 „Þegar sólin fer að skína og hlýnar í veðri þá fer þetta af stað. Allt mjög hefðbundið,“ segir Birkir Hrafn Jóakimsson, verkfræðingur og verkefnastjóri viðhalds hjá Vegagerðinni, spurður um malbikunarvinnu sumarsins. Meira »

Skuldir ekki flokkaðar eftir loftförum

12:03 Skuldir flugrekenda við Isavia eru ekki flokkaðar eftir loftförum. Það þýðir að Isavia getur ekki sagt nákvæmlega hver skuld hverrar og einnar flugvélar er við félagið, heldur þyrfti matsgerð til að finna út úr því. Þetta kom fram í máli Gríms Sigurðssonar, lögmanns Isavia, í héraðsdómi í dag. Meira »

„Sig­ur fyr­ir lífs­kjör allra Íslend­inga“

11:59 „Ég er mjög ánægður með það skref sem peningastefnunefnd stígur í dag. Það er mjög mikilvægt,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Gæti komið upp „réttarfarsklessa“

11:51 Grímur Sigurðsson, lögmaður Isavia, fer fram á að aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC gegn Isavia verði vísað frá dómi. Telur hann að sú staða geti komið upp að Landsréttur og héraðsdómur komist að mismunandi niðurstöðu í sama málinu. Væri þá komin upp eins konar „réttarfarsklessa“. Meira »

„Gríðarlega ánægjuleg tíðindi“

11:50 „Þetta eru bara gríðarlega ánægjuleg tíðindi og er það vægt til orða tekið,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, í samtali við mbl.is vegna ákvörðunar peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka vexti í 4% úr 4,5%. Meira »
NP Þjónusta
NP Þjónusta Annast liðveislu við bókhaldslausnir o.þ.h.. Hafið samband í síma 83...
Hjólhýsastæði óskast í Reykjavík
Hjólhýsastæði óskast til leigu í sumar 6956523...
Tæki fyrir fjórhjólið
Fjölmörg tæki í boði fyrir fjórhjólið www.hardskafi.is...
LÚGUSTIGAR - SMÍÐUM EFTIR MÁLI
Sérsmíðað, eigum á lager 68x85 og 55x113 Einnig Álstiga í op 45,7x56 eða stærra ...