Kraftajötnar keppa í hamborgaraáti

Matardagar 2010 hófust í gær þegar forkeppni Matreiðslumanns ársins 2010 …
Matardagar 2010 hófust í gær þegar forkeppni Matreiðslumanns ársins 2010 fór fram. mbl.is/Matthías Þórarinsson

Kraftajötnar munu kljást í Vetrargarðinum í Smáralind í dag, en þar fer nú fram hátíðin Matardagar 2010. Þeir munu taka þátt í Íslandsmeistaramótinu í hamborgaraáti, sem fer fram síðdegis í dag.

Þá munu sjónvarpskokkar einnig etja kappi hver við annan síðar í dag, en verkefnið þeirra er að undirbúa afmælisveislu fyrir 10 ára börn.

Matardagar 2010, sem er fyrsta árlega matarhátíð Klúbbs matreiðslumeistara, voru formlega settir í gær og verður mikið um að vera í tengslum við hátíðina um helgina.

Í gær hófst keppni um Matreiðslumanns ársins 2010 og komust fimm kokkar áfram í lokakeppnina sem fer fram á sunnudag í Vetrargarðinum. 

Það eru: Þórður Matthías Þórðarson, hjá 1919, Sigurður Kristinn Haraldsson, hjá VOX, Gústav Axel Guðjónsson, hjá Fiskfélaginu, Ólafur Ágústsson, hjá VOX, og Vigdís Ylfa Hreinsdóttir, hjá Fiskfélaginu.

Ásamt formlegum keppnum á borð við Matreiðslumann ársins, súpukeppni Knorr og keppninni um eftirrétt ársins er ýmislegt á boðstólum fyrir áhugafólk um mat á öllum aldri. Meðal annars mætir íslenska kokkalandsliðið á svæðið og sýnir hvernig þau útbúa kalt keppnisborð og sýnikennsla verður í klakaskurði.

Nánar um hátíðina hér.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert