Tökur seinka Herjólfi

Herjólfur á siglingu.
Herjólfur á siglingu. mbl.is/Sigurður Bogi

Tökur á kvikmynd í Vestmannaeyjum settu strik í reikninginn í ferðum Herjólfs í morgun. Verið var að taka upp atriði þar sem líkfylgd kemur út úr Herjólfi en tökurnar seinkuðu ferð ferjunnar um 20 til 25 mínútur.

Hjá áhöfn Herjólfs fengust þær upplýsingar að ekki væri ljóst hvaða kvikmynd verið væri að taka upp en leiða má líkur að því að þar á ferð sé kvikmyndin Djúpið í leikstjórn Baltasar Kormáks.

Myndin er að hluta byggð á Helliseyjarslysinu frá 1984, sjóslysinu fræga þar sem Guðlaugur Friðþórsson komst til lands eftir ótrúlegt sund á opnu hafi.

mbl.is

Bloggað um fréttina