Mjög tvísýnt um úrslitin

Atkvæði verða greidd í dag um tillögur þingmannanefndarinnar á Alþingi …
Atkvæði verða greidd í dag um tillögur þingmannanefndarinnar á Alþingi í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Flest benti til þess í gærkvöld að þingsályktunartillaga meirihluta þingmannanefndar þeirrar sem kennd er við Atla Gíslason, þingmann VG, yrði felld við atkvæðagreiðslu þingsins sem væntanlega fer fram í dag.

Þó var talið að ef meirihluti þingflokks Samfylkingar myndi kjósa með því að Geir H. Haarde yrði ákærður yrðu hinir þrír fyrrverandi ráðherrarnir einnig ákærðir.

Allur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er andvígur ákærum á hendur ráðherrunum fyrrverandi. Sama máli er talið gilda um yfir helming þingflokks Samfylkingarinnar og Framsóknarflokks, þannig að öll atkvæði VG og Hreyfingarinnar megi sín lítils, að því er fram kemur í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert