Hávær mótmæli við þinghúsið

Mjög hávær mótmæli eru enn við Alþingishúsið þar sem mörg hundruð manns eru samankomin. Eggjum, mjólkurvörum og öðru lauslegu var grýtt í forseta Íslands, biskup Íslands, þingmenn og aðra embættismenn þegar þeir gengu úr þinghúsinu í Dómkirkjuna og síðan aftur til baka eftir guðsþjónustu.

Lögreglan hótaði að beita táragasi og piparúða ef fólk færi inn á öryggissvæði, sem afmarkað hafði verið utan við þinghúsið. Ekki hefur þó ekki komið til þess að slíkum aðferðum verði beitt.

mbl.is