Fæðingarorlof skert á næsta ári

Skerða á framlög í Fæðingarorlofssjóð á næsta ári.
Skerða á framlög í Fæðingarorlofssjóð á næsta ári. Kristinn Ingvarsson

Skorið verður niður hjá Fæðingarorlofssjóði á næsta ári um tæplega einn milljarð króna. Þetta á að gera með „með sértækum aðhaldsaðgerðum sem geta falið í sér styttingu orlofsréttar, lækkun hámarksgreiðslna eða lækkun á hlutfalli útgreiðslu af reiknuðum bótum“ eins og segir í greinargerð með fjárlagafrumvarpinu.

Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir fjárveitingu til Fæðingarorlofssjóðs upp á 8.688 milljónir króna. Framlög til sjóðsins hafa verið skorin niður frá hruni. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2009 var gert ráð fyrir að framlög til sjóðsins yrðu 11 milljarðar, en vegna skerðingar urðu þau 10,8 milljarða. Útgjöldin voru skert aftur í ár og verða líklega um 9,6 milljarðar. Þau verða síðan skert aftur á næsta ári, en endanleg útfærsla liggur ekki fyrir.

Þegar hefur komið fram að gert er ráð fyrir að barnabætur lækki um 900 milljónir króna á næsta ári og vaxtabætur um 270 milljónir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert