Ógnaði fólki með sveðju

Ungur maður ógnaði fólki með sveðju í Seljahverfi í Reykjavík laust eftir miðnætti í nótt. Hann slasaði engan, en gistir nú fangageymslu lögreglunnar. Hann var í annarlegu ástandi og verður rætt við hann þegar hann hefur sofið úr sér. Sveðjan var 40-50 cm löng.

Nóttin var að öðru leyti fremur róleg hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tveir voru teknir vegna ölvunar eða aksturs undir áhrifum vímuefna í nótt og þrír til viðbótar í morgun.

mbl.is