Réttlæti og heiðarlegt uppgjör

„Ég vil að þetta skili réttlæti fyrst og fremst og heiðarlegu uppgjöri," sagði einn mótmælenda á Austurvelli nú undir miðnætti. Fólk var þar enn og barði bumbur og ornaði sér við bál, sem logað hefur á vellinum í kvöld.

Enn er mikill hávaði við þinghúsið en þar stendur hópur fólks og lemur tunnur með bareflum.

mbl.is

Bloggað um fréttina