Segir Gallup taka þátt í áróðri gegn kirkjunni

Séra Gunnlaugur Stefánsson við Heydalakirkju.
Séra Gunnlaugur Stefánsson við Heydalakirkju.

„Þessi spurning er fyrst og fremst notuð í áróðri gegn kirkjunni og til að framkalla viðbrögð sem síðan eru túlkuð gegn henni. Ég er mjög hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju og hef unnið að því á undanförnum árum að ríki og kirkja verði aðskilin.“

Þannig mælir Gunnlaugur Stefánsson prestur á Heydölum í gagnrýni á þá spurningu í nýrri könnun Gallups hvort skilja beri að ríki og kirkju.

„Það náðist mikill áfangi í þeim efnum árið 1997 þegar það var staðfest í lögum að kirkjan væri sjálfstætt trúfélag. Fram að því og eftir það hefur þessi aðskilnaður verið að festast í sessi,“ segir Gunnlaugur sem ræddi málið í prédikun í gær.

– Telurðu spurninguna ranga?

„Já. Spurningin er fráleit. Hún er fráleit, vegna þess að hún gengur út frá því sem vísu að ríki og kirkja séu eitt en svo er ekki. Það er skýrt tekið fram í lögum um þjóðkirjuna að hún er sjálfstætt trúfélag. Síðan hefur kirkjan fullt fjárhagslegt forræði, sér um sinn rekstur sjálf og ber ábyrgð á sínum málefnum.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »