Bankarnir áttu að fara í þrot

Hrafn Gunnlaugsson tók þátt í mótmælunum á Austurvelli í kvöld.
Hrafn Gunnlaugsson tók þátt í mótmælunum á Austurvelli í kvöld. Morgunblaðið/Ómar

Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri telur að við hrunið hefði átt að setja bankana í gjaldþrot og afhenda þá skiptaráðanda. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir „subbulegt kennitöluflakk“ og þóknunargjarnar skilanefndir.

Hrafn, sem tók þátt í mótmælunum á Austurvelli í kvöld, saknar þess að í röðum listamanna sé ekki að finna kröftugan, ungan hugsjónamann sem stigið geti fram við þær aðstæður sem nú hafi skapast.

„Ástæðan fyrir því að ég er hér er sú er að mér sýnist framvindan vera slík að Alþingi - og þá á ég við alla Alþingismenn með ríkisstjórnina í forystu - telji það vera sitt helsta hlutverk að slá skjaldborg um bankana, bankakerfið og fjármagnseigendur en ekki heimilin í landinu. Í rauninni ræður Alþingi ekkert við bankana. Þeir fara sínu fram þótt það sé beint til þeirra hjáróma tilmælum.

Það sem hefði þurft að gerast í upphafi hrunsins var að fara með alla þessa banka í gjaldþrot, fá kröfurnar upp á borðið og byrja síðan upp á nýtt en ekki að fara í þennan kennitölufeluleik.“

Skiljanleg mótmæli

- Nú ertu búinn að fylgjast með þjóðfélaginu lengi. Hvað finnst þér um þessa atburði núna?

„Mér finnst þeir mjög skiljanlegir og ég hugsa að það verði aldrei hægt að ná Alþingi þannig samansettu að þjóðin verði sátt við það nema að það verði einstaklingskjör, að þjóðin geti kosið um einstaklinga. Við sjáum að menn eru að kjósa einhverja flokka en vita svo ekkert hverja þeir eru að kjósa inn á þingið.

Við svona ástand held ég að það sé langbest að reyna að ná til einstaklinga, gera þá ábyrga. Það þarf auðvitað breytingar á kosningalöggjöfinni. Ég held að það sé það skref í stjórnkerfinu sem sé það skásta. Og ég er ekki frá því að það sé ekki of seint að fara með bankana í gjaldþrot.

Menn spáðu lengi falli Sambandsins. Eitt kaupfélag var látið fara á hausinn og það varð allt vitlaust út af því. Svo fór allt Sambandið á hausinn en það var aldrei sett í gjaldþrot og þess vegna hefur spillingarhalinn frá sambandinu náð allt til dagsins í dag. Ég var akkúrat sannfærður þegar bankabólan var að það færi eins fyrir bankakerfinu og sambandinu, að það myndi hrynja.“

Kröfurnar kæmu upp á yfirborðið

- Af hverju er betra að bankarnir fari í gjaldþrot?

„Ég held að með gjaldþroti komi upp á borðið allar þær kröfur sem að eru til staðar. Með því að láta þá ekki fara á hausinn, heldur setja á þá nýjar kennitölur og skipa skilanefndir sem eiga síðan að leysa úr hinum svokallaða vanda, sé farið í þennan subbulega feluleik sem við erum að upplifa. Það er rótin að því að fólk upplifir mikla mismunun.

Þetta er kannski það sem okkur steðjar mest ógn af í þjóðfélaginu í dag. Það eru þessar svokallaðar skilanefndir og þetta svokallaða leyfi sem bankarnir hafa til að semja við ýmsa aðila. Mistökin voru, að mínu mati í upphafi þegar bankahrunið varð, að fara ekki í gjaldþrot með bankana. Því að við það að fara í gjaldþrot koma kröfurnar upp á yfirborðið. Það sem gerðist þegar Sambandið fór á hausinn var að það var aldrei lýst gjaldþrota. Þess vegna hafa endalaust verið að koma upp spillingarmál tengd því í gegnum tíðina.“

En hvað með listamennina?

- Telurðu að listamenn muni taka virkari þátt í þjóðfélagsumræðunni fram undan heldur en að þeir gerðu á hinum svokallaða góðæristíma?

„Ég sé ekki í röðum ungra listamanna í augnablikinu neina sem að gætu tekið einhvern fána í þjóðfélagsbaráttu.“

- Hvað skortir listamennina sem þú hefur í huga?

„Ég treysti mér ekki til að svara því. Auðvitað væri óskandi að úr röðum listamanna kæmi kröftugur hugsjónamaður. Það væri mjög óskandi.“

- Ef við snúum okkur aftur að stjórnmálunum. Hvað með flokkakerfið sem slíkt? Viltu persónukjör innan flokka eða viltu afnema flokkakerfið?

„Ég held að það skipti ekki öllu máli hvort það er innan eða utan flokkakerfis vegna þess að ef það yrði persónukjör kæmi einfaldlega fram það mikið af einstaklingum sem myndu ekki hengja sig á klafa flokkanna.“

Mun vara lengur en búsáhaldabyltingin

Hrafn kveðst aðspurður eiga von á langvinnri hrinu mótmæla.

„Ég býst við því að þessu sé víðs fjarri lokið.“

- Þannig að mótmælin vari jafnvel lengur en búsáhaldabyltingin? 

„Ég hugsa að þetta geri orðið miklu meira langvarandi ástand. Það ristir miklu dýpra. Þegar búsáhaldabyltingin var í gangi var svo augljóst að reiðin beindist að ákveðnum aðilum í stjórnmálunum, ákveðnum flokkum. Nú held ég að reiðin beinist öðru fremur að stjórnkerfinu, bankakerfinu og öllu batteríinu.

Ég held að þessi mótmæli risti miklu dýpra og lýsi miklu meiri vonbrigðum og vonleysi. Ég held að fyrri mótmæli hafi einkennst af reiði en að mótmælin núna einkennist af heiftarlegum vonbrigðum. Þar held ég að munurinn liggi.“

Miskunnarleysið kemur á óvart

- Hefur miskunnarleysið í þjóðfélaginu komið þér á óvart?

„Já. Það hefur komið mér á óvart að sjá hvað bankarnir og fjármagnsgeirinn hafa gengið fram af mikilli hörku gegn minnimáttar á meðan í skjóli skilanefnda er verið að gefa fólki jafnvel milljarða. Alþingi er algjörlega máttlaust gagnvart bönkunum.

Það er þessi gremja og þessi vonbrigði sem að maður finnst speglast í mótmælum og heyrir í fólki. Áður var það þessi pólitíska reiði. Nú ristir þetta mikið dýpra.“

Önnur staða en á Sturlungaöld

- Þú hefur fjallað um Íslandssöguna í myndum þínum. Telurðu að þetta sé mesta ólga í íslensku þjóðfélagi frá Sturlungaöld?

„Staðan var öðruvísi á Sturlungaöld. Þá voru menn að berjast um yfirráð og völd í bókstaflegum skilningi því það var alveg klárt mál hvar goðorðin voru. Nú er þetta meira blindingsleikur. Þetta er Skugga-Baldur því að þessar svokallaðar skilanefndir og svokallað kennitöluflakk, sem er stundað núna og hefur verið stundað í kerfinu, verður til þess að þeir sem að minnst mega sín munu fara verst út úr þessu.

Ástandið er miklu verra í dag en þegar spillingin var verst í bankabólunni. Eins og gerist oftast í styrjöldum eru það saklaus börn og konur sem að falla,“ segir Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóri.

Hrafn telur að bankarnir hefðu átt að vera settir í ...
Hrafn telur að bankarnir hefðu átt að vera settir í gjaldþrot við hrun fjármálakerfisins. Spillingin sem viðgangist í bankakerfinu nú sé gríðarleg. mbl.is
Hrafn saknar þess að ekki séu kröftugir hugsjónamenn í röðum ...
Hrafn saknar þess að ekki séu kröftugir hugsjónamenn í röðum yngri listamanna. Halldór Laxness sést hér á sínum yngri árum. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tillaga um kynjavakt endurflutt

Í gær, 21:20 Átta þingmenn VG lögðu fram í annað sinn þings­álykt­un­ar­til­lögu um að for­seta þings­ins verði falið að koma á fót kynja­vakt Alþing­is. Kynjavaktinni er ætlað að gera úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis. Meira »

Líf verður oddviti Vinstri grænna

Í gær, 21:14 Líf Magneudóttir borgarfulltrúi verður oddviti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum. Meira »

Þarf að greiða 27 milljónir

Í gær, 20:50 Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Vesturlands þar sem Þörungaverksmiðjan hf. þarf að greiða Þorgeiri og Ellert hf. tæpar 27 milljónir króna. Þá ber Þörungaverksmiðjunni að greiða samtals 13 milljónir króna í málskostnað í héraði og fyrir Hæstarétti. Meira »

Sara Dögg leiðir Garðabæjarlistann

Í gær, 20:08 Sara Dögg Svanhildardóttir er oddviti Garðabæjarlistans og leiðir listann sem býður fram í Garðabæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Urðum fljótt að taka miðann niður

Í gær, 20:00 „Við vorum svo vitlaus að við settum miða í gluggann þegar reglugerðin fór í gegn og sögðum: Hundar velkomnir! Við þurftum hins vegar fljótt að taka þann miða niður,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi kaffihússins Iðu. Sömu sögu er að segja af kaffihúsinu Gráa kettinum. Meira »

Dýri dyravörður er draumur

Í gær, 19:39 Dýri Guðmundsson ber ekki bumbur en Hafnfirðingurinn, sem á meðal annars ættir að rekja til Fremstuhúsa í Hjarðardal í Dýrafirði, hefur víða látið að sér kveða og var fyrir skömmu útnefndur Seltirningur ársins 2017. Meira »

Verktakalæknar fá 220 þúsund á dag

Í gær, 19:27 Heilbrigðisstofnanir úti á landi þurfa sumar að keppast við að ráða svokallaða verktakalækna og greiða þeim allt að 220 þúsund krónur á dag. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. Meira »

VÍS þarf að greiða 5,7 milljónir í bætur

Í gær, 19:35 Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Vátryggingafélag Íslands greiði karlmanni rúmar 5,7 milljónir króna með vöxtum í bætur. Meira »

Boltinn virkaði eins og stækkunargler

Í gær, 18:27 „Þetta virkar eins og stækkunargler. Það eru þessi speglunaráhrif sem verða af því að vökvinn sem er inni í boltanum virkar eins og stækkunargler, segir Herdís Storgaard, forvarnafulltrúi Sjóvár. Meira »

Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda

Í gær, 18:26 Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Í tilkynningu frá flokknum kemur fram að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóða og hvetur hann ríkisstjórn Íslands til að taka undir fordæminguna. Meira »

Hrækti í andlit lögreglumanns

Í gær, 17:52 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í 30 daga fangelsi fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns.  Meira »

Nýtt listaverk á Sjávarútvegshúsið

Í gær, 17:18 „Glitur hafsins“, verk Söru Riel bar sigur úr býtum í samkeppni um nýtt útilistaverk á austurgafl Sjávarútvegshússins sem atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið efndi til í samstarfi við Samband Íslenskra myndlistarmanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Meira »

Vertu úti

Í gær, 17:00 Þeim fjölgar stöðugt sem kjósa að ganga á fjöll, fara á gönguskíði eða stunda sjósund. Svo mjög að hjón í Vesturbænum hafa ákveðið gefa ekki aðeins út blað heldur líka gera sjónvarpsþætti. Fyrsti þátturinn fer í loftið á RÚV á sunnudagskvöld og, eins og blaðið, ber nafnið ÚTI. Meira »

128 styrkir til innviðauppbyggingar

Í gær, 16:52 Ríflega 2,8 milljörðum verður úthlutað til alls 128 verkefna á ferðamannastöðum um land allt, en tilkynnt var um úthlutanirnar á sameiginlegum blaðamannafundi í Norræna húsinu laust eftir hádegi í dag. Meira »

Sagði skyldu okkar að verja náttúruna

Í gær, 16:32 „Náttúra landsins er auðlind í sjálfu sér og felur í sér mikil verðmæti fyrir þjóðina og heiminn allan. Skyldur okkar gagnvart náttúrunni og ábyrgð eru því miklar,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Flokks fólksins, á Alþingi í dag. Meira »

„Ótrúlega lítið“ ber á milli

Í gær, 16:58 „Við þurfum að fá eitthvað meira. Það er ótrúlega lítið sem ber á milli okkar. Þessar upphæðir sem við viljum fá eru í raun klink í kassa ríkissjóðs. Skuldastaðan er góð á Íslandi og ef það er ekki hægt að úthluta okkur örfáum krónum í viðbót þá þykir mér það ótrúleg harka af hálfu ríkisins,” segir formaður Ljósmæðrafélags Íslands eftir fund í kjaradeilu þeirra. Meira »

Frumvarp um kosningaaldur til þriðju umræðu

Í gær, 16:47 Frumvarpi um breytingar á lögum um sveitarstjórnarkosningar, þar sem gert er ráð fyrir að þeir sem náð hafi 16 ára aldri hafi kosningarétt, var afgreitt til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á Alþingi í dag eftir aðra umræðu um málið. Meira »

Kveiktu í blaðakassa á Akureyri

Í gær, 16:25 Tveir drengir kveiktu í blaðakassa við Víðilund á Akureyri í dag. Ekkert tjón varð vegna íkveikjunnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri. Meira »
INTENSIVE ICELANDIC,ENGLISH & NORWEGIAN f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA: START/BYRJA: 2018: 2/4, 30/4, 28/5, 25/6; 23/7, 3/9, 1/...
Suzuki GS 1000L Mótorhjól
Árgerð 1981. Keyrt 13.000 mílur, fornhjól sem þarf að skoða annað hvert ár. Hjó...
Gömul ritvél óskast Þarf að vera með @
Áttu eina svoleiðis í gömlu dóti? Uppl. á netfanginu hagbokhald@vortex.is....
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Aflagrandi 40 opin vinnustofa kl 9 og j
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...