Sjóðurinn hefur ekkert svigrúm

Horft yfir Tjarnargötuna
Horft yfir Tjarnargötuna mbl.is/Júlíus

Íbúðalánasjóður hefur að óbreyttu ekkert svigrúm til að afskrifa hluta af húsnæðislánum með flötum niðurskurði með lækkun vísitölu, að sögn Ástu Bragadóttur, starfandi framkvæmdastjóra sjóðsins.

Ásta bendir á að fyrir Alþingi liggi frumvarp um kaupleigu sem taka eigi fyrir á haustþingi, valkostur sem geti gagnast mörgum einstaklingum á markaðnum í dag. 

Lífeyrissjóðirnir myndu tapa 

Að sögn Ástu keyptu lífeyrissjóðirnir skuldabréf af sjóðnum sem noti féð til útlána viðskiptavina sinna.

Hún minnir á að afborganir af lánum séu reiknaðar út frá núverandi forsendum sem byggist á vaxtamun lána og útlána, einu tekjuuppsprettu Íbúðalánasjóðs. 

Því þýði handvirk niðurfærsla á vísitölu neysluverðs að lífeyrissjóðirnir þurfi að niðurfæra verðmæti skuldabréfanna sem þeir keyptu af Íbúðalánasjóði. Það komi að óbreyttu niður á lífeyrisgreiðslum.

Þá bendir Ásta á að ef Íbúðalánasjóður taki ákvörðun um að lækka leigu í leiguíbúðum sínum niður fyrir markaðsverð gæti það grafið undan rekstrargrundvelli leigufélaga. Hún tekur jafnframt fram að sjóðurinn leigi út hlutfallslega fáar íbúðir á leigumarkaðnum.

Ríkið þyrfti að leggja til fé 

Ásta segir aðspurð að fulltrúar ríkisins hafi ekki ljáð máls á hugmyndum um að sjóðurinn afskrifi hluta af húsnæðislánum með flötum niðurskurði með lækkun vísitölu.

Ef frá sé talin kostnaður fyrir lífeyrissjóði myndi slíkt skref þýða að ríkið yrði að leggja Íbúðalánasjóði til fé. Sá reikningur yrði því að óbreyttu að endingu sendur til skattborgara.

Ásta kveðst hafa skilning á bágri stöðu margra einstaklinga og fjölskyldna og tekur aðspurð fram að starfsfólk sjóðsins upplifi beint og milliliðalaus reiði fólks sem á í miklum erfiðleikum.

Hjá því sé hins vegar ekki komist að taka með í reikninginn þann kostnað og þau hliðaráhrif sem inngrip af þessum toga myndu kosta sjóðinn.

Svigrúm Íbúðalánasjóðs til að stíga slík skref sé ekkert á þessum tímapunkti og því ljóst að ríkið yrði að leggja sjóðnum til fé.

Staðan laus til umsóknar

Ásta svarar því að lokum til að hún hafi ekki tekið ákvörðun um að sækja um stöðu framkvæmdastjóra sjóðsins en hún var fyrst auglýst til umsóknar í apríl. Hún tók við núverandi stöðu hjá sjóðnum af Guðmundi Bjarnasyni, fráfarandi framkvæmdastjóra, í júlí en umsóknarfrestur rennur út 17. október næstkomandi. 

Skuggahverfið úr lofti.
Skuggahverfið úr lofti. Rax / Ragnar Axelsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Dickish behaviour“ að taka þetta

13:48 Dagsson.com, fyrirtæki Hugleiks Dagssonar, má ekki lengur prenta orðið HÚ! á boli líkt gert hefur frá því hann teiknaði mynd af karli í landsliðsbúningi að segja HÚ! sumarið 2016. Teikningin kallast einfaldlega HÚ! Meira »

Grunur um salmonellusmit í grísahakki

13:15 Grunur er um salmonellusmit í grísahakki frá Síld og fiski ehf. og hefur hakk sem var pakkað dagana 21. mars til 23. mars verið innkallað vegna þess. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að frekari rannsóknir þurfi til að staðfesta gruninn, en þangað til þyki rétt að innkalla vöruna. Meira »

Listi Samfylkingarinnar í Árborg

12:46 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 var samþykktur á aðalfundi félagsins í gærkvöld. Eggert Valur Guðmundsson er oddviti flokksins. Meira »

Hjúkrunarfræðingar styðja ljósmæður

12:31 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir fullum stuðningi við kjarabaráttu ljósmæðra og þær kröfur sem stéttin hefur sett fram um bætt starfs- og launakjör. Fíh hvetur ríkisstjórn og samninganefnd ríkisins til að ganga til samninga við ljósmæður hið fyrsta. Meira »

Allt að 57% verðmunur á páskaeggjum

12:28 Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum hinn 20. mars. Ódýrustu páskaeggin var langoftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var oftast með dýrustu páskaeggin eða í 19 af 32 tilfellum. Meira »

„Nú er þolinmæði okkar þrotin“

12:16 Þungt hljóð er í forystu samninganefndar Félags framhaldsskólakennara eftir fund með ríkissáttasemjara í morgun.   Meira »

Sváfu frekar lítið næstu nótt

11:56 Lottóvinningurinn á síðasta laugardag féll í skaut eldri hjóna sem keypt höfðu 10 raða Lottómiða með Jóker hjá 10-11 Fitjum í Reykjanesbæ. Vinningurinn var ekki af verri endanum eða 26 skattfrjálsar milljónir samkvæmt upplýsingum frá Getspá. Meira »

Kári gagnrýnir íslenskt skrifræði

12:05 „Einhverra hluta vegna er þessi „burocracia“ þess eðlis að hún vill ekki nýta sér þá getu sem við höfum. Ég gæti að öllum líkindum sagt þeim hver maðurinn er sem þetta bein er af ef hann er íslenskur,“ segir Kári Stefánsson, um bein sem fundust í Faxaflóa og voru send til greiningar til Svíþjóðar. Meira »

Gera ráð fyrir Fossvogslaug

11:56 Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær tillögu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um að gera ráð fyrir sundlaug við deiliskipulag í Fossvogsdal, nálægt Fossvogsskóla og Snælandsskóla um miðbik dalsins. Meira »

Vilja breyta ferðavenjum borgarbúa

11:33 „Fyrirferðamesta samgönguverkefnið á árinu hefur verið borgarlína,“ sagði Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, á málþinginu „Léttum á umferðinni“ sem fram fór í Ráðhúsinu í morgun. Þar var fjallað um samgöngur í Reykjavík. Meira »

Flutt með þyrlu eftir bílslys

11:31 Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konu á slysadeild Landspítalans í Fossvogi í morgun eftir bílslys sem varð í Miðfirði fyrir klukkan kl. 8 í morgun. Konan, sem var ein í bílnum, missti stjórn á bifreiðinni í vondri færð með þeim afleiðingum að hún hafnaði utan vegar. Meira »

„Eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn“

11:12 Áslaug Friðriksdóttir segir að skortur sé á umburðarlyndi fyrir mismunandi skoðunum innan flokksins. Hún segir að flokkurinn taki þá áhættu að höfða til þrengri hóps í komandi sveitarstjórnarkosningum. „Við eigum að hætta að vera leiðinlegi karlinn í partíinu.“ Meira »

Neita að ganga í gegnum píku

11:10 Fjalar Sigurðarson og Hlédís Sveinsdóttir komu í heimsókn í liðinn Vikan í hnotskurn í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun og voru þar beðin um að velja m.a. gleði og vonbrigði vikunnar. Meira »

Karlakór er gefandi félagsskapur

10:30 Karlakórinn Hreimur hefur sett svip sinn á menningarlíf Þingeyinga í meira en fjóra áratugi. Hann er skipaður um 60 mönnum sem hittast tvisvar í viku allan veturinn í félagsheimilinu Ýdölum í Aðaldal, til þess að syngja og eiga stund saman. Meira »

Sjálfskapað víti í morgunsárið

10:06 Loga leið ekki vel í morgun þegar hann vaknaði og að eigin sögn hefði hann ekki slegið hendinni á móti einni Mix flösku. Aðspurður hvernig það tengdist því að ná betri heilsu sagði Logi að þetta væri gott húsráð við ákveðnu ástandi. Meira »

Bakkaði á múrvegg og braut hann

10:58 Erlendur ferðamaður sem var á ferð í Keflavík í vikunni varð fyrir því óláni að bakka bifreið úr stæði beint á múrvegg með þeim afleiðingum að veggurinn brotnaði. Meira »

Sautján ára á 147 km/klst hraða

10:30 Sautján ára ökumaður mældist á 147 km hraða í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Meira »

Marzellíus leiðir Framsókn á Ísafirði

10:04 Listi Framsóknarflokksins í Ísafjarðarbæ var samþykktur einróma á félagsfundi í gærkvöldi. Í fréttatilkynningu segir að áhersla hafi verið lögð á að fá ungt og hæfileikaríkt fólk í bland við reyndari frambjóðendur með fjölbreyttan bakgrunn. Meira »
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...