Fórnarlömb alþjóðlegrar svikamyllu

Peningar
Peningar mbl.is/Golli

Tæplega eitt þúsund Íslendingar voru fórnarlömb alþjóðlegrar svikamyllu sem starfrækti útibú hér á landi. Fólkið tapaði allt að þúsund milljónum króna. Fólkið lagði peninga inná reikning netfyrirtækis í von um gróða. Hann skilaði sér ekki. Félagið er talið hafa stolið megninu af fénu, samkvæmt frétt Sjónvarpsins í kvöld.

Fyrirtækið sem um ræðir heitir Finanzas Forex og starfaði á netinu. Það var með skrifstofu hér á landi, hélt úti íslenskri heimasíðu og var með nokkra útsendara á sínum snærum. Fyrirtækið hét fólki allt að 20% ávöxtun á mánuði, sem jafngildir ríflega 700% ársávöxtun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert