Óþekkt fé vill ekki niður af iðjagrænum fjöllunum

Úr seinni réttum í Fellsendarétt í Dölum. Erna Hjaltadóttir frá …
Úr seinni réttum í Fellsendarétt í Dölum. Erna Hjaltadóttir frá Fellsenda dregur þrjóskar kindurnar. mbl.is/Björn Jóhann

Óvenjuhlýtt hefur verið á landinu í haust, flestum til mikillar ánægju. Hlýindin hafa þó ekki verið eins velkomin alls staðar en þau hafa valdið bændum nokkrum vandræðum í að ná fé sínu niður af fjöllum.

Hafa menn haft á orði að enn sé iðjagrænt til fjalla og það láti nærri að enn sé að gróa þar. Þegar svo er vill féð vera kyrrt í fjöllunum.

Að sögn Sigursteins Hjartarsonar, bónda í Neðri-Hundadal í Dalabyggð og réttarstjóra í Fellsendarétt, hefur tíðarfar vissulega verið óvenjulegt í haust og það hafi áhrif á smölunina. Hlýindin nú torveldi smölunina hjá bændum. Heimtur hafi oft verið betri af fjöllum. „Kindurnar eru bara óþekkari, eru upp um allt og gera það sem þær geta til þess að komast undan. Þær dreifa sér á stærra svæði og eru út um allar trissur,“ segir Sigursteinn.



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert