Skoðar meðferð kynferðisbrota

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra segir ábyrgð á ofbeldi hvíla á herðum ...
Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra segir ábyrgð á ofbeldi hvíla á herðum þess sem því beitir. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ögmundur Jónasson dómsmálaráðherra ætlar að skoða meðferð kynferðisbrotamála innan lögreglunnar og hjá ákæruvaldi og dómstólum.  Fyrsta skrefið verður að kalla til fulltrúa þessara aðila sem og Stígamóta, Neyðarmóttöku vegna nauðgana og fleiri. 

Tilefnið er m.a. afar umdeild ummæli Valtýs Sigurðssonar ríkissaksóknara í DV í síðustu viku um einstök kynferðisbrotamál og brotaflokkinn almennt. Í tveimur ítarlegum viðtölum lýsti Valtýr m.a. skoðun sinni á ábyrgð þolenda kynferðisofbeldis, hegðun þeirra og áfengisdrykkju, sem m.a. Femínistafélag Íslands telur þess eðlis að saksóknarinn sé ekki starfi sínu vaxinn. 

„Ábyrgð á ofbeldi hvílir á herðum þess sem því beitir,“ segir Ögmundur. „Það þarf allt samfélagið að viðurkenna, þar með talið réttarvörslukerfið.“

Hann hefur þegar átt fund með ríkissaksóknaranum þar sem honum var gerð grein fyrir þeim fjölda athugasemda sem bárust ráðuneytinu vegna ummælanna í DV.  „Á þeim fundi urðum við ásáttir um að dómsmála- og mannréttindaráðuneytið sendi honum bréf og óskaði eftir greinargerð hans með skýringum.“

Meðal annars spyr ráðuneytið hvort umræða með þátttöku saksóknara um einstaka mál sem til embættisins rata þjóni þeim mikilvægu verndarhagsmunum sem þarna eru. „Eins spyrjum við hvort umfjöllun ríkissaksóknara af þessu tagi sé til þess fallin að efla traust brotaþola á réttarvörslukerfinu. Það traust er mér mjög hugleikið,“ segir Ögmundur.

Getur ekki vikið ríkissaksóknara úr starfi

Spurður um hvort til frekari aðgerða verði gripið, s.s. áminningar eða brottvikningar, segir Ögmundur  að embætti ríkissaksóknara hafi nokkra sérstöðu og staða hans sjálfs sé áþekk stöðu Hæstaréttardómara. Ríkissaksóknari sé skipaður ótímabundið og hann fari með ákæruvaldið, sem lögum samkvæmt er sjálfstætt. „Sem ráðherra virði ég það,“ segir Ögmundur. „Þessi aðskilnaður er mikilvægur því annars byðum við hættunni heim á að pólitískur ráðherra skipti sér af einstaka sakamálum eða þá að hann gæti skipt út ríkissaksóknara eða jafnvel dómurum eftir eigin hentisemi. Mikilvægt er að taka mið af þessu.

Ég tel hins vegar líka áríðandi að við í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu, ekki síst með vísan til þess síðarnefnda, skoðum í samvinnu við allt réttarvörslukerfið og fleiri sem að þessum málum koma hvort við getum á einhvern hátt brugðist við þeirri staðreynd að þolendur kynferðisbrota virðast veigra sér við að leita réttar síns. Ábyrgð á ofbeldi hvílir á herðum þess sem því beitir. Það þarf allt samfélagið að viðurkenna, þar með talið réttarvörslukerfið.“

En telur dómsmálaráðherra málið þannig vaxið að ríkissaksóknara beri að víkja vegna ummæla sinna?

„Ríkissaksóknari metur sjálfur hæfi sitt og vanhæfi,” segir Ögmundur. „Ég tel að ég og ríkissaksóknari höfum þegar átt gott samtal og ég bind vonir við að sú vinna sem við höfum ákveðið að hefja á vettvangi ráðuneytisins verði árangursrík.“ 

Pottur er brotinn 

Ögmundur segir að miðað við þær tölfræðilegu upplýsingar sem fyrir liggi  um fjölda þolenda kynferðisofbeldis sem aldrei leita til réttarkerfisins þá sé ljóst að pottur sé brotinn. „Sé ástæðanna að leita í skorti á trausti gagnvart kerfinu þá þurfum við að bæta úr því. Þess vegna vil ég kalla til lögreglu, ákæruvald, dómstóla, Stígamót, Neyðarmóttöku vegna nauðgana og fleiri  til að ræða saman og greina hvar megi úr bæta.  Ég hef trú á því að allt það fólk sem innan kerfisins starfar vilji gera sitt besta til að taka kynferðisbrotamál, hvort sem þau snúa að börnum eða fullorðnum, föstum tökum. Ég bind vonir við að með samráði megi koma upp með hugmyndir um nauðsynlegar úrbætur.“

Ögmundur segir eina hugmyndina þá að rannsaka meðferð kynferðisbrotamála frá því að þau rata inn á borð lögreglu eða t.d. Neyðarmóttöku vegna nauðgana og þar til dæmt er eða viðkomandi mál fellt niður einhvers staðar í ferlinu.

„Tölfræðilegar upplýsingar liggja þegar fyrir og ítarlegar kannanir hafa verið gerðar erlendis, til dæmis nýlega í Svíþjóð. Þetta er ein af hugmyndunum sem við tökum með okkur inn í vinnuna,” segir Ögmundur.
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sagði m.a. í DV um nauðganir: „Er ...
Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sagði m.a. í DV um nauðganir: „Er mælikvarðinn endilega sá að hún sé ekki virk í rúminu með honum, taki ekki þátt?“ mbl.is/Ómar
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Eldur kom upp í sumarbústað í Eyjafirði

Í gær, 22:31 Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í kvöld vegna bruna í sumarbústað inni í Eyjafirði í kvöld. Engan sakaði og að sögn lögreglunnar á Akureyri gekk slökkvistarf vel. Meira »

Dómur kveðinn upp í lok mánaðar

Í gær, 21:18 Dómur verður kveðinn upp yfir íslenska karlmanninum sem situr í fangelsi í Tirana í Albaníu fyrir smygl á kanna­bis­efn­um í lok janúar eða byrjun febrúar. Hann mætir fyrir rétt í Tirana, höfuðborg Albaníu, í lok þessa mánaðar og dómur verður kveðinn upp fljótlega eftir það. Meira »

Fjórir með annan vinning

Í gær, 21:02 Fyrsti vinn­ing­ur í EuroJackpot gekk ekki út í kvöld en fjórir miðahaf­ar hrepptu ann­an vinn­ing. Hljóta þeir hver um sig tæp­ar 60 millj­ón­ir króna í sinn hlut, en fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Meira »

Stór verkefni í húfi fyrir norðan

Í gær, 20:54 Stór verkefni í millilandaflugi eru í hættu ef ekki fæst vilyrði fyrir svokölluðum blindbúnaði (ILS) á Akureyrarflugvöll, innan mánaðar. Þetta segir Arnheiður Jónasdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. Meira »

Blóm og út að borða með bóndanum

Í gær, 20:43 Konur virðast ætla að gleðja bóndann sinn í dag í tilefni bóndadagsins. Blóm og góð máltíð á veitingastað mun eflaust kæta margt mannsefnið því blóm seljast í ríkari mæli og konur eru í meirihluta þeirra sem bóka borð fyrir kvöldið á veitingastöðum borgarinnar. Meira »

Leita leiða til að auka útflutning ufsa

Í gær, 20:33 Nemendur Háskólans í Reykjavík leita nú leiða til að auka útflutning á sjófrystum ufsa til Bandaríkjanna, en Hnakkaþon 2018, útflutningskeppni HR og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hófst í gær. Áskorun Hnakkaþonsins í ár felst í að finna leiðir til að auka sölu á sjófrystum ufsa til hótela og veitingahúsakeðja í Bandaríkjunum. Meira »

Segir sínar sögur síðar

Í gær, 20:11 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að Metoo-byltingin hafi haft áhrif á allt samfélagið. Karlmenn hafa beðið hana afsökunar á atvikum úr fortíðinni. Meira »

Allt um Söngvakeppnina

Í gær, 20:18 Tólf lög hafa verið valin til þátttöku í Söngvakeppni Sjónvarpsins. Tilkynnt var um flytjendurna í kynningarþætti RÚV nú fyrir stundu. Mörg kunnugleg nöfn eru meðal keppenda, þar á meðal Þórunn Antonía og félagarnir í Áttunni auk þess sem Júlí Heiðar snýr aftur í keppnina. Meira »

Mótmæla mengandi iðnaði

Í gær, 19:40 Skipulagsnefnd Mosfellsbæjar hefur lýst yfir áhyggjum sínum vegna fyrirhugaðrar stækkunar á athafnasvæði á Esjumelum norðan við Leirvogsá. Meira »

Ef maður gerir ekki neitt gerist heldur ekki neitt

Í gær, 19:19 „Allt of margir eru áhorfendur en ekki þátttakendur í eigin lífi vegna þess að þá skortir kjark til að spyrja sjálfa sig hvað þá í alvörunni langar til að gera, eignast og verða,“ segir Ingvar Jónsson, markþjálfi og höfundur nýútkominnar bókar, Sigraðu sjálfan þig – Þriggja vikna áskorun fyrir venjulegt fólk sem vill meira! Meira »

Lögunum lekið á netið

Í gær, 18:57 Lögum sem frumflytja átti í upphitunarþætti á RÚV vegna Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var lekið á netið í dag. Var til að mynda hægt að hlusta á brot úr lögunum á Youtube. Meira »

Úr vöfflubakstri í skotfimi

Í gær, 18:41 „Vinkona mín, Bára Einarsdóttir, dró mig nú bara í þetta,“ segir Guðrún Hafberg, 62 ára skytta. Hún fékk skotfimiáhugann 59 ára gömul eftir að vinkona hennar hvatti hana. Meira »

Enn í varðhaldi vegna fíkniefnamáls

Í gær, 18:21 Mennirnir tveir sem voru handteknir vegna rannsóknar á umfangsmiklu fíkniefnamáli sitja enn í gæsluvarðhaldi.   Meira »

Þrjótar falast eftir kortaupplýsingum

Í gær, 17:38 „Aftur er kominn póstur á kreik í nafni Símans þar [sem] falast [er] eftir greiðslukortaupplýsingum fólks í tölvupósti. Í póstinum eru ósannindum [sic] um endurgreiðslu,“ segir í tilkynningu frá Símanum. Meira »

Veitur á Akranesi í gáma vegna myglu

Í gær, 17:12 Skrifstofur Veitna við Dalbraut á Akranesi verða rýmdar vegna myglusvepps. Verður starfsemin flutt í skrifstofugáma.  Meira »

Millilandaflug verði tryggt í sessi

Í gær, 17:46 Bæjarráð Akureyrar hefur skorað á þingmenn, ríkisstjórn, samgönguráð og Isavia að grípa nú þegar til nauðsynlegra ráðstafana til að styðja við og tryggja í sessi millilandaflug um Akureyrarflugvöll. Meira »

Að ættleiða höfrung eða fæða barn

Í gær, 17:34 Er framtíðin komin? Þróunarfræðingurinn Hrund Gunnsteinsdóttir vinnur við það að spá fyrir um þróun næstu áratuga. Í Magasíninu var víða komið við og rætt um mikilvægi forvitninnar, valið um að eignast dýr frekar en börn, fjórðu iðnbyltinguna, genaverkfræði og umhverfisvá vegna barneigna. Meira »

Snjóflóðahætta við Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:32 Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir við Ólafsfjarðarmúla og Siglufjarðarveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni, en þar segir að óvissuástandi sé lýst yfir þegar talin sé hætta á snjóflóðum, en þó ekki svo mikil að ástæða þyki að loka veginum. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Smíðum eftir máli, oftast afgreiddar samdægurs, verð frá kr. 13.900,- Mex ehf, ...
Bækur til sölu
Um Urnot, bókin hennar Bjarkar, Færeyingasaga 1832, Njála 1772, Það blæðir úr mo...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...
Styrkir 2018
Styrkir
Styrkir til verkefna í þágu barna á...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...