Málþing VG um umhverfismál

Frá Borgarnesi.
Frá Borgarnesi. mbl.is/Theodór

Fyrsta málefnaþingið af fjórum, á vegum Vinstri-Grænna fór fram í Borgarnesi í dag, og var viðfangsefnið að þessu sinni umhverfismál. 

„Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri grænna,  hóf þingið á því að fara yfir stefnu hreyfingarinnar í umhverfismálum, Græna framtíð. Í kjölfar hennar kom Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, og rakti hvernig gengið hefði að koma stefnunni í framkvæmd í hennar ráðuneyti og ríkisstjórninni almennt. Afar fróðlegt var að sjá hversu mikið og gott starf verið er að vinna innan ráðuneytis hennar, m.a. varðandi innleiðingu Árósarsamningsins sem mun verða mikil réttarbót fyrir almenning í þeim málum sem varða náttúruna og umhverfið,“ segir í tilkynningu.

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, lagði áherslu á mikilvægi þess að Vinstri-græn stjórnaði málaflokknum. 

„Það er mikil spenna sem skapast í samfélaginu þegar  umhverfismál fara að taka aukið rými. Skiptir máli hver stjórnar?  Í þessum málaflokki er það algjört grundvallaratriði að Vinstrihreyfingin – grænt framboð stjórni og nái að koma þessum málaflokki í skjól undan ráðandi öflum nýtingar og gróðasjónarmiða,“ sagði Svandís.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert