HH: 37% lána í skilum

Hagsmunasamtök heimilanna segja að samkvæmt upplýsingum sem birtast í nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um Ísland þá séu einungis 37% lána í skilum. Lán sem eru í meira en 90 daga vanskilum eru 63% allra lána. Telja samtökin að lán í skilum geti fljótt breyst í vanskilalán.

Í grein sem birtist á vef HH kemur fram að væntanlega sé hægt að rekja hluta vanskilanna til skorts á greiðsluvilja eða þá að menn geti ekki greitt af lánunum.

„Líklega er um sambland af þessum tveimur ástæðum að ræða en það skiptir litlu máli. Hvorutveggja er grafalvarlegt fyrir fjármálakerfið. Maður spyr sig óneitanlega hvort einhver sé hugsi yfir þessu í kerfinu, hvort menn geti gert eitthvað til að bæta úr? T.d. lækkað kröfurnar og lækkað vexti eins og HH hefur lagt til. Flest annað hefur verið reynt eða hvað? Hótanir um gjaldþrot og eignaupptöku eru ekki að bíta, svo mikið er víst," segir á vef HH.

Greinin í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert