Bjarni ráðinn upplýsingafulltrúi

Bjarni Harðarson.
Bjarni Harðarson.

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, réð í gær Bjarna Harðarson í tímabundið starf upplýsingafulltrúa í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu.

Að sögn ráðuneytisins var Bjarni valinn úr hópi 29 umsækjenda.  Bjarni er bóksali og fyrrverandi alþingismaður, ritstjóri og blaðamaður.  Hann sat á þingi fyrir Framsóknarflokkinn en hefur síðan gengið í Vinstrihreyfinguna-grænt framboð.

mbl.is

Bloggað um fréttina