Flatur niðurskurður hjálpar ekki þeim verst stöddu

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, heilsar Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, fyrir …
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, heilsar Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, fyrir fundinn í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, sagðist eftir fund fulltrúa fjármálastofnuna og lífeyrissjóða með ráðherrum og þingnefndum í gærkvöldi ekki vera á móti almennri niðurfærslu skulda en fjármálastofnanir óttuðust að þessi leið bjargaði ekki þeim verst stöddu og svigrúm til að aðstoða þá yrði minna í kjölfarið.

„Flatur niðurskurður mun fyrst og fremst hafa þau áhrif að rústa fjárhag Íbúðalánasjóðs. Landsbankinn telur rétt að beina sjónum að þeim sem þurfa mest á aðstoð að halda. Flatur niðurskurður hjálpar þeim ekki,“ segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, um hugsanlega niðurfærslu.

„Þjóðhagsleg áhrif skipta miklu máli og það er vandséð að hægt sé að réttlæta að setja Íbúðalánasjóð í þessa hrikalega neikvæðu stöðu sem mun skila sér í halla á ríkissjóði og bitnar á endanum á velferðarkerfinu og skattgreiðendum.“ Steinþór segir flata niðurfellingu skulda lífeyrissjóða skila sér í skertum greiðslum til lífeyrisþega.

Ásta H. Bragadóttir, starfandi framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs, segir að Íbúðalánasjóður muni ekki geta fært niður lánin án framlags frá ríkinu. „Það er klárt, eða þá að lífeyrissjóðir taki eitthvað á sig sem eru stórir kaupendur fjármögnunarbréfa hjá okkur. Ef skuldahlið okkar verður færð niður þá kemur það niður á lífeyrissjóðunum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert