Hjartaaðgerðir hugsanlega fluttar til útlanda

mbl.is/Ómar

Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, sagði í fréttum Ríkisútvarpsins að hann óttaðist að senda þurfi hjartasjúklinga til aðgerða í útlöndum þar sem Landspítalinn geti ekki ráðið sérfræðinga til starfa á þeim launum sem bjóðast.

Björn sagðist óttast að ef gengið verði harðar að Landspítalanum verði komið að þolmörkum. Ekki hafi verið lögð niður nein starfsemi á síðustu árum heldur hefði henni verið breytt, hún endurskipulögð og minnkuð. Næsta skref geti orðið það að leggja niður einhverja starfsemi. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert