Viðmælandinn tengdist VG

Hús Ríkisútvarpsins.
Hús Ríkisútvarpsins. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkisútvarpið hefur dregið til baka frétt, sem birtist í Sjónvarpinu í gærkvöldi um mann, sem sagðist ánægður með aðgerðir stjórnvalda til bjargar heimilunum. Í ljós hefur komið að viðmælandinn, Tryggvi Guðmundsson, var svæðisfulltrúi VG á Dalvík fram að síðustu sveitarstjórnarkosningum.

Fram kemur á vef Ríkisútvarpsins, að Tryggvi hafi leynt fréttamann þessu og einnig sagt að hann væri ekki flokksbundinn. 

Segist Ríkisútvarpið harma að fréttin hafi verið birt en það samræmist ekki stefnu fréttastofunnar að  leyna áhorfendur og hlustendur upplýsingum um tengsl viðmælenda við stjórnmálaflokka eða hagsmunasamtök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka