Niðurfærsla lána talin bótaskyld

Jóhanna Sigurðardóttir, Árni Páll Árnason, Ögmundur Jónasson, Þór Saari, Gunnar …
Jóhanna Sigurðardóttir, Árni Páll Árnason, Ögmundur Jónasson, Þór Saari, Gunnar Bragi Sveinsson og Ólöf Nordal á fundi í Stjórnarráðinu í gær. mbl.is/Ómar Óskarsson

Almenn niðurfærsla lána telst eignarnám, að mati Karls Axelssonar, hæstaréttarlögmanns og dósents við lagadeild HÍ. Hún verði að gerast með lagasetningu á Alþingi og eigendur skuldabréfanna að fá mismuninn greiddan sem bætur frá ríkinu.

Mikil andstaða er við niðurfærsluleiðina, meðal annars hjá lífeyrissjóðum og forseta Alþýðusambands Íslands, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins um mál þessi í dag.

Fulltrúar Framsóknarflokksins og Hreyfingarinnar töldu að tillögur þeirra um almenna niðurfærslu lána væru enn til skoðunar. Það hleypti illu blóði í þá þegar Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra mat stöðuna þannig í fréttum Sjónvarps í gærkvöldi að svo mikil andstaða væri við tillögur um flata niðurfærslu skulda að þær væru væntanlega út af borðinu. Meiri áhersla væri á blandaða leið, þar sem skuldir á yfirveðsettum eignum yrðu færðar niður, þó með ákveðnu þaki.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert