Hvetja konur til að leggja niður vinnu

35 ár eru liðin frá kvennafrídeginum
35 ár eru liðin frá kvennafrídeginum

Skotturnar, samstarfsvettvangur kvennafélaga á Íslandi, hvetja konur til að yfirgefa vinnustaði sína þegar 66% vinnudagsins er lokið næsta mánudag, eða kl. 14:25. Er það í samræmi við tölur frá Hagstofu Íslands sem sýna að konur voru með 66% af heildartekjum karla á síðasta ári.

Skotturnar voru stofnaðar m.a. til að skipuleggja aðgerðir 24. október nk. á 35 ára afmæli kvennafrídagsins. Þar sem daginn ber upp á sunnudag í ár, var ákveðið að kvennafríið yrði mánudaginn 25. október.

Hist verður á Skólavörðuholtinu næsta mánudag og gengið saman niður Skólavörðustíg að Arnarhóli þar sem stór útifundur fer fram, samkvæmt tilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert