„Þarna opnast alveg nýr heimur“

mbl.is/Frikki

Hægt er að fylgjast með ferðum hreindýra á vef Náttúrustofu Austurlands (NA), en dýrin eru öll með GPS-senditæki á sér sem senda daglega frá sér staðsetningar. Alls voru 12 tæki sett á jafnmörg hreindýr í þeim tilgangi að rannsaka hagagöngu þeirra.

„Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því hversu gríðarlegar upplýsingar safnast þarna. Og hvað verður hægt að vinna mikið úr þeim,“ segir Skarphéðinn G. Þórisson, starfsmaður Náttúrustofu Austurlands sem er í forsvari fyrir verkefninu sem hófst í árslok 2008.

Um er að ræða meistaraverkefni Skarphéðins við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.

Hann segir að NA og Landbúnaðarháskólinn hafi fengið styrk frá Rannís til að kaupa 15 GPS-tæki, og 12 þeirra hafi verið sett á dýrin í í ársbyrjun 2009.

„Það opnast þarna alveg nýr heimur fyrir okkur. Hvernig dýrin haga sér, hvaða land þau nýta og hvert þau fara,“ segir hann. Í framhaldinu verði upplýsingarnar nýttar til að skipuleggja nýtingu stofnsins. Ekki einvörðungu varðandi hversu mörg dýr megi skjóta og hvar og hvenær, heldur einnig hvernig eigi að útdeila arði til landeigenda. Enda byggir arðurinn að hluta til á því hvar dýrin ganga.

Hengd voru staðsetningartæki á Snæfellshjörðina sem gengur á hásléttunni inn af Fljótsdal og Álftafjarðarhjörðina, sem heldur sig til við samnefndan fjörð og nærliggjandi svæði.

Hann bendir á að það hafi ekki gengið nægilega vel að ná dýrunum á fjörðunum og því hafi rannsóknin einskorðast meira eða minna við Snæfellshjörðina.

Fjórar kýr senda daglega

Sem fyrr segir voru upphaflega hengd 12 tæki á jafnmargar kýr. Hluti tækjanna hafa hins vegar þagnað, þar sem rafhlaðan í tækjunum endist aðeins í takmarkaðan tíma.

„Í dag eru fjórar kýr að senda daglega. Síðan er hún Stína, sem þagnaði 5. ágúst. Og ég hef ekki haft spurnir af henni síðan,“ segir Skarphéðinn. Hann vonast hins vegar að tækið haldi áfram að skrá upplýsingar þannig að þegar það verði sótt verði hægt að hlaða upplýsingunum niður í tölvu.

Hann bendir á að dýrin séu staðsett á þriggja klukkutímafresti, alls átta staðsetningar á dag, í eitt og hálft til tvö ár.

Algjör bylting

„Þetta er algjör bylting í sambandi við hagagönguna,“ segir Skarphéðinn varðandi þær upplýsingar sem tækin skrái. Þetta auðveldi mönnum mikið enda fjölmargt sem takmarki aðkomu manna að dýrunum.

Með aðstoð GPS-tækjanna sé jafnframt hægt að rannsaka orkueyðslu dýranna, þ.e. hvað þau hreyfi sig mikið. T.d. sé hægt að bera saman ferðir dýranna hreindýraveiðitímabilinu við önnur tímabil.

„Náttúrustofunni er lögum samkvæmt uppálagt að vakta hreindýrin. Við gerum líka tillögu um veiðikvóta sem byggir á hagagöngu þeirra, fjölda og hvar þau eru. Við þurfum ekki bara að vita hvað þau eru mörg til að geta ákvarðað veiðikvóta heldur líka hvernig það skiptist eftir svæðum. Síðan þurfum við líka að vakta áhrif framkvæmda mannsins á dýrin og þar kemur Landsvirkjun inn í þetta,“ segir hann, en Landsvirkjun greiðir hluta af kostnaði rannsóknarinnar, sem lýkur 2012.

Hægt er að fylgjast með ferðum dýranna á vef Náttúrustofu Austurlands.

Kynning á hagagöngu hreindýra.

Fylgst með ferðum kýrinnar Ánu. Nöfn dýranna tengjast þeim stöðum ...
Fylgst með ferðum kýrinnar Ánu. Nöfn dýranna tengjast þeim stöðum þar sem þau náðust.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Bústaður og bíll brunnu til kaldra kola

22:37 Sumarbústaður og bifreið í Tungunum á Suðurlandi brunnu til kaldra kola síðdegis í dag. Viðbragðsaðilum barst tilkynning vegna eldsvoðans um klukkan hálf fimm í dag. Meira »

Útkall vegna fólksbíls í Krossá

22:09 Útkall barst lögreglunni á Hvolsvelli og björgunarsveitum á Suðurlandi rétt eftir klukkan sex í kvöld um fólksbíl sem hafði farið ofan í Krossá. Bíllinn sem var ekki útbúinn fyrir slíkar torfærur komst ekki langt yfir ánna áður en hann byrjaði að fljóta niður meðfram straumnum. Tveir erlendir ferðamenn voru í bílnum og sluppu þeir við meiðsli, segir varðstjóri lögreglunnar á Hvolsvelli. Meira »

Svæðið ekki lokað á hálendiskorti

21:11 Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Meira »

Mikil samstaða með ljósmæðrum

21:05 Mikil samstaða var meðal fólks sem safnaðist saman á Austurvelli í dag til þess að vekja athygli á slæmri stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu ljósmæðra. Nokkur hundruð manns mættu á svæðið. Meira »

Kjærsgaard ávarpar Alþingi

20:56 Forseti danska þingsins, Pia Kjærsgaard, mun flytja ávarp á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á morgun. Kjærsgaard er fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins og stofnandi flokksins en flokkurinn hefur rekið harða stefnu í málefnum innflytjenda. Meira »

„Það er frost!“

20:01 Bóndinn Unnsteinn Hermannsson í Dalabyggð, rétt austan við Búðardal, birti síðastliðna nótt myndskeið þar sem sjá má hvar hann er við slátt á bænum Svarfhóli í Laxárdal í frosti. Meira »

Ammoníakleki í húsnæði Hvals

19:41 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna ammoníakleka í húsnæði Hvals hf. í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Tveir dælubílar voru sendir á vettvang ásamt bíl sem er sérstaklega útbúinn til þess að eiga við eiturefnaleka, segir Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Funda með MAST um heyútflutning

19:34 Fulltrúar Matvælastofnunar funduðu með fulltrúum norskra yfirvalda í gær í þeim tilgangi að skoða fýsileika þess að flutt verði hey frá Íslandi til Noregs. Þetta segir framkvæmdastjóri markaðsstofu MAST. Útflutningnum er ætlað að mæta fóðurskorti sem orðið hefur í Noregi vegna mikilla þurrka. Meira »

738 leituðu sér aðstoðar vegna áverka eftir hund

18:59 Samtals 738 einstaklingar leituðu sér aðstoðar á sjúkrahúsum og heilsugæslum hér á landi á fimm ára tímabili frá 2013 til 2017 vegna áverka eftir hund. Að meðaltali gera það 147 skipti á ári. Fæst voru þau árið 2015 eða 123 talsins, en flest árið 2014 þegar tilvikin voru 163. Meira »

„Við erum að tala um fæðandi konur“

18:33 „Ástandið hefur verið erfitt, alveg frá mánaðamótum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti en næsti fundur í kjaradeilunni er eftir sex daga. Meira »

Isavia ósammála niðurstöðunni

18:29 „Isavia vill taka það fram að farið verður að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og gjaldtöku hætt strax í dag.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en fyrr í dag úrskurðaði Samkeppniseftirlitið að Isa­via ohf. skyldi tíma­bundið hætta gjald­töku á ytri rútu­stæðum (fjar­stæðum) við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar meðan Sam­keppnis­eft­ir­litið skoðar kæru Gray Line. Meira »

Eini sumardagurinn í bili

18:19 Veður hefur verið með besta móti á höfuðborgarsvæðinu í dag og nýttu ferðamenn jafnt sem Íslendingar langþráð blíðviðrið til þess að spóka sig í miðborginni. Veðurfar hefur ekki verið upp á marga fiska og hefur grámi og væta sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið í sumar. Meira »

„Algjört virðingarleysi við konur“

17:36 „Mér finnst þetta algjört virðingarleysi við konur yfir höfuð. Þetta endar ekki vel ef þetta heldur svona áfram. Þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir í samtali við mbl.is. Meira »

Komu heim á tryggingunni

17:34 Ferðaskrifstofa Austurlands fór í rekstrarstöðvun í apríl, en á sama tíma var hópur á vegum fyrirtækisins staddur í Alicante á Spáni. Virkja þurfti lögbundnar tryggingar Ferðamálastofu til þess að koma hluta hópsins heim til Íslands. Meira »

Fyllast von þegar sólin lætur sjá sig

17:06 Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa margir orðið varir við auknar vegaframkvæmdir á síðustu tveimur sólarhringum, svo sem í Ártúnsbrekku. Fyrirsvarsmenn malbikunarfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafa beðið óþreyjufullir að undanförnu eftir þurru og hlýju veðri svo unnt sé að klára þau stóru verk sem hafa hrannast upp í vætutíðinni. Meira »

Kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir

15:53 Áætlaður heildarlaunakostnaður ríkisins vegna aðstoðarmanna ráðherra og ríkisstjórnar er 427 milljónir á þessu ári, en ráðherrar og ríkisstjórnin eru með samtals 22 aðstoðarmenn. Meira »

Sólböð og ísát í veðurblíðunni

15:41 Víða er veðurblíða á landinu í dag en samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hæstu hitatölurnar að finna á Suðurlandi. Hitinn fór mest upp í 17,1 stig á Básum í Goðalandi. „Hér er alveg bongó,“ segir Freyja Ingadóttir, skálavörður í Básum, í samtali við mbl.is. Meira »

Meðalflutningstími sjúklinga 111 mínútur

15:35 Meðalflutningstími sjúklinga sem fóru með sjúkraflugi á síðasta ári var 111 mínútur, en þá er horft til heildarflutnings frá því þar sem sjúklingur er sóttur og fluttur í flug, svo með flugi og að lokum frá flugvelli að sjúkrastofnun. Lengri tími fór í að flytja sjúklinga að flugvél en flugið sjálft. Meira »

Mótmælin hafin á Austurvelli

15:23 Mótmælafundur er hafinn á Austurvelli þar sem nokkur hundruð eru saman komin til þess að vekja athygli ríkisstjórnarinnar á slæmri stöðu í kjaradeilu ljósmæðra. Meira »