„Þarna opnast alveg nýr heimur“

mbl.is/Frikki

Hægt er að fylgjast með ferðum hreindýra á vef Náttúrustofu Austurlands (NA), en dýrin eru öll með GPS-senditæki á sér sem senda daglega frá sér staðsetningar. Alls voru 12 tæki sett á jafnmörg hreindýr í þeim tilgangi að rannsaka hagagöngu þeirra.

„Það er mjög erfitt að gera sér grein fyrir því hversu gríðarlegar upplýsingar safnast þarna. Og hvað verður hægt að vinna mikið úr þeim,“ segir Skarphéðinn G. Þórisson, starfsmaður Náttúrustofu Austurlands sem er í forsvari fyrir verkefninu sem hófst í árslok 2008.

Um er að ræða meistaraverkefni Skarphéðins við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri.

Hann segir að NA og Landbúnaðarháskólinn hafi fengið styrk frá Rannís til að kaupa 15 GPS-tæki, og 12 þeirra hafi verið sett á dýrin í í ársbyrjun 2009.

„Það opnast þarna alveg nýr heimur fyrir okkur. Hvernig dýrin haga sér, hvaða land þau nýta og hvert þau fara,“ segir hann. Í framhaldinu verði upplýsingarnar nýttar til að skipuleggja nýtingu stofnsins. Ekki einvörðungu varðandi hversu mörg dýr megi skjóta og hvar og hvenær, heldur einnig hvernig eigi að útdeila arði til landeigenda. Enda byggir arðurinn að hluta til á því hvar dýrin ganga.

Hengd voru staðsetningartæki á Snæfellshjörðina sem gengur á hásléttunni inn af Fljótsdal og Álftafjarðarhjörðina, sem heldur sig til við samnefndan fjörð og nærliggjandi svæði.

Hann bendir á að það hafi ekki gengið nægilega vel að ná dýrunum á fjörðunum og því hafi rannsóknin einskorðast meira eða minna við Snæfellshjörðina.

Fjórar kýr senda daglega

Sem fyrr segir voru upphaflega hengd 12 tæki á jafnmargar kýr. Hluti tækjanna hafa hins vegar þagnað, þar sem rafhlaðan í tækjunum endist aðeins í takmarkaðan tíma.

„Í dag eru fjórar kýr að senda daglega. Síðan er hún Stína, sem þagnaði 5. ágúst. Og ég hef ekki haft spurnir af henni síðan,“ segir Skarphéðinn. Hann vonast hins vegar að tækið haldi áfram að skrá upplýsingar þannig að þegar það verði sótt verði hægt að hlaða upplýsingunum niður í tölvu.

Hann bendir á að dýrin séu staðsett á þriggja klukkutímafresti, alls átta staðsetningar á dag, í eitt og hálft til tvö ár.

Algjör bylting

„Þetta er algjör bylting í sambandi við hagagönguna,“ segir Skarphéðinn varðandi þær upplýsingar sem tækin skrái. Þetta auðveldi mönnum mikið enda fjölmargt sem takmarki aðkomu manna að dýrunum.

Með aðstoð GPS-tækjanna sé jafnframt hægt að rannsaka orkueyðslu dýranna, þ.e. hvað þau hreyfi sig mikið. T.d. sé hægt að bera saman ferðir dýranna hreindýraveiðitímabilinu við önnur tímabil.

„Náttúrustofunni er lögum samkvæmt uppálagt að vakta hreindýrin. Við gerum líka tillögu um veiðikvóta sem byggir á hagagöngu þeirra, fjölda og hvar þau eru. Við þurfum ekki bara að vita hvað þau eru mörg til að geta ákvarðað veiðikvóta heldur líka hvernig það skiptist eftir svæðum. Síðan þurfum við líka að vakta áhrif framkvæmda mannsins á dýrin og þar kemur Landsvirkjun inn í þetta,“ segir hann, en Landsvirkjun greiðir hluta af kostnaði rannsóknarinnar, sem lýkur 2012.

Hægt er að fylgjast með ferðum dýranna á vef Náttúrustofu Austurlands.

Kynning á hagagöngu hreindýra.

Fylgst með ferðum kýrinnar Ánu. Nöfn dýranna tengjast þeim stöðum ...
Fylgst með ferðum kýrinnar Ánu. Nöfn dýranna tengjast þeim stöðum þar sem þau náðust.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Hlýindin munu vinna vel á klakanum

07:29 „Ef við reynum að finna góðar fréttir fyrir einhverja í veðurspá dagsins, þá standa vonir til þess að hlýindin sem fylgja storminum á morgun muni ná að vinna vel á klakanum,“ segir veðurfræðingur Veðurstofunnar. Meira »

Sýkna hafi blasað við allt frá 1977

07:18 Guðjón Skarphéðinsson, einn fimmmenninganna sem fengu endurupptöku mála sinna fyrir Hæstarétti eftir að hafa verið dæmdir fyrir sléttum 38 árum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hafði reiknað með því að settur ríkissaksóknari myndi krefjast sýknu. Meira »

Fjörutíu útköll vegna vatns

06:12 Í nógu var að snúast hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í gær er kröpp lægð gekk yfir landið með tilheyrandi úrkomu. Sinnti slökkviliðið fjörutíu útköllum vegna vatns, því síðasta um miðnætti. Meira »

Úrkomutíð í vændum

06:05 Í dag er spáð sunnan hvassviðri eða stormi austast á landinu með talsverðri eða mikilli rigningu. Á morgun fer hins vegar að hvessa fyrir hádegi og seinnipartinn má búast við stormi. Meira »

Skipa starfshóp þriðja hvern dag

05:30 Á fyrstu þremur árum yfirstandandi kjörtímabils hefur Reykjavíkurborg skipað 351 starfshóp innan stjórnkerfisins. Á þetta bendir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Stefnir í fjölgun innbrota á þessu ári

05:30 Tilkynnt var um 895 innbrot til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári. Árið 2016 var fjöldi innbrota 849 og hafði ekki verið minni síðan 2009 þegar tilkynnt var um 2.883 innbrot til lögreglunnar. Meira »

Skoða réttarstöðu sína

05:30 Líklegast er talið að veikleiki í einangrun Vestmannaeyjastrengs 3 hafi orsakað bilun í strengnum. Viðgerð á strengnum var sú dýrasta í sögu Landsnets, kostaði 630 milljónir króna, og er fyrirtækið nú að skoða rétt sinn gagnvart framleiðandanum. Meira »

Framtalsskilum flýtt um mánuð

05:30 Embætti ríkisskattstjóra stefnir að því að ljúka álagningu einstaklinga mánuði fyrr en áður hefur verið eða 31. maí nk. Verður það í annað sinn á þremur árum sem álagningunni er flýtt. Meira »

Ríkir og rosknir vilja rafbíla

05:30 42% Íslendinga sem hyggjast kaupa sér nýjan bíl innan þriggja ára vilja helst að bíllinn sé knúinn rafmagni sem aðalorkugjafa. Meira »

Lagt fram í fjórtánda sinn

05:30 „Þetta mál er gríðarlega mikilvægt og mikilvægara nú en oft áður. Við sjáum að þessi mál hafa verið að hreyfast í ranga átt víða í heiminum. Það er verið að ræða um endurnýjun í kjarnorkubúrum í Bandaríkjunum og víðar,“ segir Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG. Meira »

Geta smakkað 300 bjóra á hátíðinni

05:30 Hin árlega íslenska bjórhátíð verður sett í sjöunda sinn á Kex Hostel síðdegis í dag. Hátíðin stendur í þrjá daga og munu 5-600 manns fagna 29 ára afmæli þess að bjórbanninu var aflétt hér á landi. Meira »

Lenti á sandbing í höfninni

Í gær, 22:50 Línuskipið Tjaldur SH hafnaði á sandbing í höfninni á Rifi. Björgunarskipið Björg frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg reynir að toga skipið að bryggjunni. Meira »

Von á svipaðri lægð á föstudag

Í gær, 22:41 Enn eimir eftir austanlands af stormi sem gengið hefur yfir landið í dag. Mikil rigning er suðaustanlands og upp á sunnanverða firðina og gaf Veðurstofan út viðvörun vegna þess um klukkan hálfsjö í kvöld. Í samtali við mbl.is segir veðurfræðingur auknar líkur á skriðum og ofanflóðum austanlands. Meira »

Logi skilaði inn framboði

Í gær, 22:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, hefur afhent framboð sitt til áframhaldandi formennsku í flokknum.  Meira »

Seltjarnarnesbær má fjarlægja söluskála

Í gær, 21:58 Seltjarnarnesbæ er heimilt að fjarlægja fimmtíu fermetra söluskála sem stendur við íþróttamiðstöð bæjarins. Söluskálinn hefur um tíma staðið auður, en síðast hýsti hann verslunina Systrasamlagið, sem nú er til húsa á Óðinsgötu í Reykjavíku. Meira »

Herjólfur hlaut langflest atkvæði

Í gær, 22:25 Nafnið Herjólfur hlaut langflest atkvæði á fjölmennum íbúafundi í Vestmannaeyjum í kvöld þar sem kosið var um nafn á nýrri Vestmannaeyjaferju. Meira »

„Ævintýri“ að sjá ís á veginum

Í gær, 22:02 Fljótandi ís olli ökumönnum vanda sem óku um þjóðveginn, rétt vestan við Jökulsárlón í dag.  Meira »

Selaveisla með samgöngunefnd?

Í gær, 21:45 „Núna finnst okkur boltinn vera hjá yfirvöldum,“ segir Eyþór Stefánsson en hann var einn þeirra sem skipulagði viðburð þar sem íbúar á Borgarfirði eystra steyptu þriggja metra langan vegakafla á mánudag. Heimafólk er langþreytt á aðgerðaleysi stjórnvalda og slæmum veg. Meira »
Suzuki Jimny
Til sölu Suzuki Jimny, upphækkaður um 5cm á 29" dekkjum. Ekinn 73 þúsund km. B.s...
Til sölu Færeyingur Haffrúin 6032
Gengur í Strandveiðina, Ný vél, vökvagír, skrúfa og mælaborð, nýtt rafkerfi,raf...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
 
Aðalfundur heimssýnar
Fundir - mannfagnaðir
???????? ??????? ???????????????? ? ???...
Aflamark
Tilkynningar
??????? ??????????????? ? ??? ?? ????...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Uppboð
Tilkynningar
UPPBOÐ Boðnir verða up...