Hvatti Gylfa til að íhuga stöðu sína

Frá ársfundi ASÍ í dag
Frá ársfundi ASÍ í dag mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, gagnrýndi Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ harðlega á ársfundi ASÍ fyrir að hafa ekki stutt það haustið 2008 að taka verðtryggingu úr sambandi, en Gylfi var þá formaður starfshóps sem skoðaði það mál. Gylfi segist ekki vilja standa að því að skerða lífeyri launþega.

Vilhjálmur sagði í ræðu sinni að frá 2004 hafi skuldir íslenskra heimila aukist úr 877 milljörðum í 2000 milljarða. Að meðaltali skuldaði hvert heimili núna um 18 milljónir króna. Hann sagði að frá janúar 2008 hefði matarverð hækkað um 40% og kaupmáttur launa væri í frjálsu fallið.

Vilhjálmur sagði að skuldir íslenska heimila hefðu hækkað um 417 milljarða í kjölfar bankahrunsins. Verðmæti fasteigna hefði lækkað um 370 milljarða á sama tímabili. „Þennan forsendubrest, sem íslensk alþýða þessa lands gat ekki undir nokkrum kringumstæðum borið ábyrgð á, þarf að leiðrétta og það þarf að gerast í formi almennrar leiðréttingar,“ sagði Vilhjálmur.

Vilhjálmur sagði að samkvæmt göngum frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum hefðu bankarnir fengið afslátt á skuldum heimilanna sem nemur 420 milljörðum. Hann sagði að þessa fjármuni ætti að nýta til almennrar leiðréttingar.

Vilhjálmur rifjaði upp að haustið 2008 skipaði Jóhanna Sigurðardóttir, þáverandi félagsmálaráðherra, starfshóp til að skoða hvaða leiðir væru færar til að bregðast við vanda lántakenda vegna verðtryggingar og meta fjárhagsleg áhrif þess að fella tímabundið niður verðtryggingu á lánsfé og sparifé. Starfshópurinn var undir formennsku Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ.

„Það lá fyrir að við hrun krónunnar myndi verðbólga rjúka upp úr öllu valdi með skelfilegum afleiðingum fyrir íslensk heimili. Þessi starfshópur skilaði minnisblaði til núverandi forsætisráðherra. Það er skemmst frá því að segja, að starfshópurinn lagði alls ekki til að frysta vísitöluna í kjölfar efnahagshrunsins til að hlífa íslenskum heimilum.

Í áliti starfshópsins segir m.a.: „gagnvart lánveitendum séu alvarleg formerki á því að afnema verðtryggingu lána. Það kom einnig fram að er verðtrygging á fasteignalánum til heimila yrði felld niður tímabundið t.d. júní 2008 til júní 2009, myndu tekjur lánveitenda verða 180 milljörðum minni.“ [hér er miðað við verðbólguspá Seðlabanka Íslands]

Hvernig má það eiga sér stað að forseti Alþýðusambands Íslands, sem var formaður þessa starfshóps, skuli hafa lagt til að verðtryggingin legðist af fullum þunga á íslensk heimili. Á sama tíma voru fjármagnseigendur varðir að fullu fyrir þeim hamförum sem gengu í kjölfar hækkunar vísitölunnar. Afstaða starfshópsins var tekin á sama tíma og verið var að dæla 200 milljörðum inn í peningamarkaðssjóðina,“ sagði Vilhjálmur.

Vilhjálmur sagði að með þessari afstöðu hefði Gylfi tekið sér stöðu með fjármagnseigendum en ekki með heimilunum í landinu. Þarna hefðu menn misst af tækifæri til að bæta þann forsendubrest sem hefði orðið í hruninu. „Á þeirri forsendu m.a. skora ég á forseta Alþýðusambands Íslands að íhuga sterklega að gefa ekki kost á sér sem forseti ASÍ áfram.“

Gylfi sagðist ekki geta stutt tillögu um að taka lífeyri félagsmanna Alþýðusambandsins til að lækka almenn lán. „Það kostar ekkert minna að gera það árið 2008 en að gera það í dag. Það kostar um 200 milljarða og það kemur að mestu úr lífeyrissjóðum ykkar vegna elli- og örorkulífeyrisþegar sem eru á bótum í dag. Þeir hafa líka orðið fyrir forsendubresti. Fólk sem er í leiguhúsnæði og hefur ekki ráð á því að kaupa sér húsnæði hefur líka orðið fyrir forsendubresti. Þeirra kostnaður af því að lifa hefur tekið stökkbreytingum með falli krónunnar. Og ef við ætlum að fjármagna stökkbreytingu okkar hinna með því að frysta lífeyri þeirra þá munu þau bera skarðan hlut frá borði,“ sagði Gylfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Langir biðlistar vandræðaástand

13:27 Dóra Ingvadóttir, formaður Gigtarfélags Íslands, segir langa biðlista eftir því að fá tíma hjá gigtarlækni vera vandræðaástand. Hún bætir við að margir gigtarlæknar muni hverfa frá störfum á næstu árum sökum aldurs og hefur áhyggjur af því að ungir læknar sem sérmennta sig erlendis snúi ekki aftur til Íslands. Meira »

Líklega hæsta krafa allra tíma

13:19 Lögmaður Kristjáns Viðar Viðarssonar, sem dæmdur var í 16 ára fangelsi vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna árið 1980 en sýknaður í fyrrahaust, hefur lagt fram bótakröfu í máli hans sem hann áætlar að verði sú langhæsta í Íslandssögunni vegna óréttar í sakamáli. Meira »

Furðar sig á þeim sem gera lítið úr Ásgeiri

12:53 „Við þurfum greinilega að ræða stam og málhelti meira sem samfélag,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í færslu á Facebook-síðu sinni. Dagur furðar sig á fólki sem hefur gert lítið úr Ásgeiri Jónssyni, sem tók við starfi Seðlabankastjóra í vikunni, sökum þess að hann stamar. Meira »

Kafbátur við leit í Þingvallavatni

12:50 Kafbátur hefur hafið leit að nýju í Þingvallavatni að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í vatnið í síðustu viku. Hann fer tvær ferðir í dag og kafar í fimm klukkustundir í senn. Myndefni úr honum verður svo skoðað í kvöld og næstu daga. Meira »

Ákvörðun Katrínar vekur heimsathygli

12:02 Er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að sýna samnorrænum ráðherrum sínum stuðning með því að vera ekki á landinu þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands í byrjun næsta mánaðar? Meira »

Þeir sem vita gefi sig fram

11:45 „Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“ Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra. Meira »

Ræða verklag lögreglu á borgarhátíðum

11:39 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hefur boðað komu sína á fund mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkurborgar í dag, en þar verður verklag lögreglu á hátíðum á vegum borgarinnar til umræðu. Meira »

Þór dregur fiskibát í land

11:34 Skipstjóri á fiskibáti með bilaða stýrisvél á Húnaflóa hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar snemma í morgun og óskaði eftir aðstoð. Meira »

CLN-máli áfrýjað til Landréttar

11:21 Embætti ríkissaksóknara hefur áfrýjað CLN-málinu svokallaða, sem einnig hefur verið kallað Chesterfield-málið, til Landsréttar. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari staðfestir þetta í samtali við mbl.is. Meira »

Búið að ráða í 98% stöðugilda

11:17 Búið var að ráða í 98% stöðugilda í grunnskólum borgarinnar og 96% í leikskólum 16. ágúst, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Er ekki seinna vænna, enda hefst skólastarf í grunnskólum í dag. Meira »

Allt að árs bið eftir gigtarlækni

10:58 Bið eftir tíma hjá gigtarlækni er nú tveir til tólf mánuðir, sem er mun lengri tími en viðmiðunarmörk embættis landlæknis segja fyrir um. Meira »

Styrkja félaga sem lenti í bílslysi

10:46 Annað kvöld fer fram leikur Knattspyrnufélagsins Elliða og Ægis á Würth-vellinum í Árbæ, þar sem fé verður safnað til styrktar Aroni Sigurvinssyni, ungum manni sem lenti í alvarlegu bílslysi til móts við Rauðhóla um verslunarmannahelgina. Hann var tíu daga á gjörgæslu, en er nú á batavegi. Meira »

Á 200 km/klst. í hrauninu

09:42 „Það verður bara asnalegt að keyra bílinn hratt á almennum vegi,“ segir Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, um útrásina sem fæst af því að keyra hratt í Kvartmílubrautinni. Í vikunni hefur fólki gefist kostur á að prufa nýjustu Porsche-bílana í brautinni og fá kennslu hjá finnskum ökuþór. Meira »

3,1% atvinnuleysi í júlí

09:13 3,1% atvinnuleysi var í júlí, samkvæmt árstíðaleiðréttingu Hagstofu Íslands. Litlar breytingar voru á milli mánaða og var árstíðaleiðrétt atvinnuþátttaka 81,2%, sem er rétt um 0,2 prósentustigum lægra en í júní. Meira »

Sandauðnirnar þekja um fimmtung Íslands

08:18 Sandauðnir þekja um 22.000 km2 af Íslandi. Áfokið frá sandauðnunum hefur haft mikil áhrif á vistkerfi landsins. Áður gat sandfokið verið slíkt að búfénaður drapst og bújarðir lögðust í eyði bæði á Suðurlandi og Norðausturlandi. Það voru hamfarir sem fólk í dag á bágt með að skilja. Meira »

Pysjum fjölgar og stofn styrkist

07:57 Ævintýratími er nú runninn upp í Vestmannaeyjum. Helsta skemmtun krakka í bænum er að leita uppi pysjur sem nú á síðsumarskvöldum sveima úr klettum og fjöllum að ljósunum í bænum, en fatast þar flugið. Meira »

Fjarlægðu tvö tonn af drasli úr fjörunni

07:37 Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, og fjöldi sjálfboðaliða lögðu Marglyttunum og Bláa hernum lið við að hreinsa fjöruna í Mölvík við Grindavík í gærkvöldi. Meira »

Allt að 18 stiga hiti

07:08 Búast má við norðaustlægri eða breytilegri átt, 3-10 m/s, hvassast norðvestanlands, í dag. Skýjað og dálítil væta fyrir austan, en bjartara yfir og þurrt að kalla vestan til. Þó einhverjar smáskúrir síðdegis. Meira »

Erla hyggst stefna ríkinu

06:06 Erla Bolladóttir hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna höfnunar endurupptökunefndar á beiðni hennar um að taka upp dóm hennar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, en hún var þar dæmd fyrir meinsæri ásamt tveimur öðrum. Meira »
ÞÝSKAR KERRUR _ FJÖLNOTA OG MEÐ STURTUM
L: 251,305,405,502,611 x B: 153,178,183,203,223 cm, burður 1350 til 3500 kg. Stu...
Greinakurlari
Greinakurlari sem drifinn er með bensínmótor. Öflugur og meðfærilegur kurlari w...
Greinakurlari
Glussastýrður greinakurlari fyrir traktor, www.hardskafi.is Sími 896 5486...