Ekki eins og að moka skurð

Sérfræðingahópur ríkisstjórnarinnar, sem vinnur við að fara yfir tillögur um hvernig megi mæta vanda skuldugustu heimilanna, mun væntanlega skila niðurstöðum sínum um miðbik næstu viku. Þetta segir Sigurður Snævarr, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, sem fer fyrir hópnum.

„Við höfum fundað stíft en þetta er flókið verkefni. Við erum að skoða
ýmsar tillögur sem hafa verið í umræðunni. Það sem við erum að gera er að ræða okkur í gegnum þessar tillögur og reikna það sem við getum komið
við. Innan þessa hóps, eins og gengur, eru ýmsar skoðanir og við viljum ganga í það verk að ræða okkur niður. Það er kannski stærsta verkið.“

Aðspurður um þann tíma sem vinnan hefur tekið segir Sigurður: „Það ekki eins og verið sé að moka skurð eða eitthvað þannig. Það þarf oft að bíða eftir gögnum og sannreyna.“

Að sögn Sigurðar er vinna hópsins komin ágætlega á veg en hann gerir þó ráð fyrir að unnið verði um helgina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert