Ölvaður truflaði umferð

Lögreglan í Reykjavík handtók ofurölvi mann fyrr í kvöld fyrir að trufla umferð á Miklubraut og Grensásvegi. Maðurinn gekk þar um í umferðinni og olli sjálfum sér og öðrum verulegri hættu.

Lögregla fékk litlar skýringar á þessu athæfi mannsins, hann mun njóta gestrisni lögreglu til morguns.

mbl.is

Bloggað um fréttina