Mest losun á Íslandi

Mengun í Eyjafirði
Mengun í Eyjafirði mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Árið 2008 losaði Ísland gróðarhúsalofttegundir í meiri mæli en hin Norðurlöndin, miðað við höfðatölu. Alls nam losun koltvísýrings hér á landi um 15,3 tonnum á mann. Minnst var losunin í Svíþjóð, 6,9 tonn á mann.

Þetta kemur fram í Norrænu hagtöluárbókinni, sem kom út í dag.

Fyrir utan að vera það Norðurlandanna sem losaði mest, var Ísland eina landið sem ekki hafði dregið úr losun frá árinu 1990. Danir, Finnar, Norðmenn og Svíar hafa allir dregið úr losun gróðurhúsategunda á því tímabili, en mismikið þó.

Mestur var samdrátturinn í Svíþjóð, um 18%. Á Íslandi var aukningin hins vegar rúm 14%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert