Karlar flykkjast í ófrjósemisaðgerðir

Ásdís Ásgeirsdóttir

Í fyrra gengust 512 einstaklingar undir ófrjósemisaðgerð hér á landi sem er svipaður fjöldi og undanfarin ár. Nokkur viðsnúningur hefur hins vegar orðið á hlutfalli kynjanna. Í fyrra voru karlar um 69% þeirra sem fóru í ófrjósemisaðgerð og konur 31%.


Þetta kemur fram í Talnabrunni landlæknisembættisins. Þeim konum sem gangast undir ófrjósemisaðgerðir virðist stöðugt fækka, þær voru 154 árið 2009 en flestar árið 1986, 660 talsins. Að sama skapi hefur orðið töluverð aukning í fjölda ófrjósemisaðgerða meðal karlmanna. Árið 2009 voru skráðar 358 slíkar aðgerðir sem er mesti fjöldi frá upphafi talningar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert