Ætla að stöðva útburð

Fólk hefur safnast saman við hús við Laufásveg.
Fólk hefur safnast saman við hús við Laufásveg. mbl.is/RAX

Fólk hefur safnast saman við hús við Laufásveg í Reykjavík en íbúi í húsinu kallaði til fulltrúa svonefnds Heimavarnarliðs og fleiri til að koma í veg fyrir að hann yrði borinn út.

Íbúinn, Arnar Þórisson, segir að fjölmargir aðrir einstaklingar séu í sömu sporum  og hann. Rikisstjórnin þurfi að setja fram skýrari stefnu til bankanna um að semja við einstaklinga til þess að gjaldfellingar láns nái ekki fram að ganga og að lögheimili þeirra fari ekki á uppboð.

mbl.is

Bloggað um fréttina