Hlaupið hefur náð hámarki

Hlaupið í Gígjukvísl virðist hafa náð hámarki um hádegisbil og er farið að sjatna í ánni að sögn vatnamælingarmanna Veðurstofunnar. Engin ummerki sáust um eldsumbrot við Grímsvötn þegar vísindamenn flugu yfir Vatnajökul í dag.

Fréttamenn Morgunblaðsins fóru í dag að jaðri Skeiðarárjökuls þar sem hlaupið kemur undan jöklinum. Segja þeir að merkilega lítið hafi brotnað úr jaðri jökulsins en hins vegar hafi hlaupið grafið talsvert úr bökkunum gegnt jöklunum. Þar hafi myndast skarpar brúnir og varasamt að fara of nærri brúninni. 

Grímsvötn í Vatnajökli í dag. Þaðan kemur hlaupið í Gígjukvísl.
Grímsvötn í Vatnajökli í dag. Þaðan kemur hlaupið í Gígjukvísl. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert