Handtekinn við bandaríska sendiráðið

Lóðin umhverfis bandaríska sendiráðið var afmörkuð með blómakerum fyrir nokkrum …
Lóðin umhverfis bandaríska sendiráðið var afmörkuð með blómakerum fyrir nokkrum árum í samræmi við hertar öryggisreglur. Sverrir Vilhelmsson

Mótmælandi var handtekinn við sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg síðdegis í dag. Maðurinn var einn á ferð að sögn lögreglu og mótmælti með friðsömum hætti, en neitaði að hlýða fyrirmælum lögreglu um að fara út fyrir lóð sendiráðsins.

Maðurinn hefur áður verið handtekinn fyrir mótmæli á sama stað og stendur fast á þeirri skoðun sinni að sögn lögreglu að hann megi standa þar sem hann vill. Lóð bandaríska sendiráðsins er hinsvegar afmörkuð með blómakerum, samkvæmt hertum öryggisreglum eftir 11. september, og líta öryggisverðir þar svo á að hver sá sem fer óboðinn þar inn fyrir sé ákveðin ógn við sendiráðið.

Þá er oftar en ekki kallað til lögreglu og óskað eftir því að hún beini fólki burt af lóðinni. Lögregla segir að ekki sé hægt að gefa neinar undanþágur frá þessu eftir einstaklingum og neiti fólk að fara að tilmælum lögreglu sé ekki annað í stöðunni en að handtaka viðkomandi og fjarlægja af svæðinu.

Maðurinn var ekki lengi í haldi í lögreglu og var sleppt að loknum stuttum viðræðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert