Geisli truflaði flugmenn

Fokkervél Flugfélags Íslands.
Fokkervél Flugfélags Íslands. mbl.is/Þorkell.

Lögreglan á Akureyri rannsakar hver gæti hafa beint sterkum lasergeisla að stjórnklefa flugvélar Flugfélags Íslands þegar hún kom til lendingar á Akureyri í gærkvöldi. Talið er að geislinn hafi borist frá Vaðlaheiðinni og hjólför þar tengist málinu. Litið er alvarlegum augum á málið.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni tilkynnti flugturn um atvikið. Þó svo engar afleiðingar hafi orðið segir lögregla að þetta hafi verið óþægilegt fyrir flugmennina og hugsanlega hefði getað farið illa. Því sé ekki um neitt gamanmál að ræða. Flugvélin kom inn til lendingar um klukkan átta í gærkvöldi.

Lögreglan kallar eftir upplýsingum frá þeim sem geta veitt, og er síminn 464-7700.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert