Mikilvægir útreikningar

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, kemur til fundar í stjórnarráðshúsinu þar …
Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, kemur til fundar í stjórnarráðshúsinu þar sem skýrslan var kynnt í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir upplýsingarnar sem komi fram í skýrslu sérfræðingahóps um skuldavanda heimilanna séu mikilvægar. Ýmislegt í skýrslunni rími ágætlega við tillögur Sjálfstæðismanna, s.s. um að auka vaxtabætur. Engin ein leið dugi öllum enda sé vandinn sem fjölskyldurnar glími við afar misjafn.

 Ólöf sagði að mikilvægt að nú lægju loks fyrir útreikningar til að fólk gæti áttað sig á hvernig málið væri vaxið. Mikilvægt væri að grípa til raunhæfra aðgerða sem nýtist vel og kostnaðurinn leggist ekki á fjölskyldur seinna meir í formi hærri skatta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert