Höfum skyldum að gegna

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Árni Sæberg

„Mér fannst vera góður samstarfsvilji á þessum fundi. Það eru auðvitað enn skiptar skoðanir um hvaða leiðir menn vilja fara. En þetta er spurning um að ná saman og þessi hópur sem þarna var inni hefur skyldur við fólkið hér úti í samfélaginu að ná saman í þessu máli,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að loknum samráðsfundi um skuldavanda heimilanna, sem fram fór í Þjóðmenningarhúsinu.

Engar tímasetningar liggja fyrir að sögn Jóhönnu. Nú verið farið yfir niðurstöðu fundarins. „Og skoða hvort við getum fundið einhverjar samsettar lausnir miðað við þær tillögur sem liggja fyrir, sem allir geta þá orðið sáttir um.“

Hún segir að engin niðurstaða hafi náðst á þessum fundi um eina ákveðna leið umfram einhverja aðra. Hvað varðar flatar niðurfærslur, þá sé það leið sem sé nánast útilokað að fara nema með samningum á milli aðila. Hún myndi kosta ríkissjóð 70 milljarða kr. „Við erum að glíma við fjárlög og niðurskurð þar upp á 33 [milljarða kr.]. Menn geta borið saman þessar stærðir, en það eru margar aðrar leiðir sem eru þarna fyrir hendi til að ná utan um þetta.“

Aðspurð segir hún að mikið hafi verið talað fyrir almennri vaxtalækkun á fundinum. „Maður horfir töluvert til lífeyrissjóðanna í því sambandi. Vextir af fasteignalánum og húsnæðislánum eru mjög háir miðað við aðstæður sem eru í samfélaginu í dag,“ sagði hún. Lífeyrissjóðirnir geti átt ákveðið frumkvæði í því sambandi.

„Síðan er alveg ljóst að það er þarna töluvert stór hópur sem er með yfirveðsettar eignir, en hann þarf að skoða vel. Vegna þess að það eru í þeim hópi aðilar sem eru með mjög háar tekjur og kannski eignir aðrar sem ekkert eru veðsettar, því við erum bara að tala um fasteignalán. Þannig að það er mjög erfitt að fara þá leið nema skoða hana frekar, þó hún komi vissulega vel til greina,“ segir forsætisráðherra. 

Ekki mikill tími til stefnu

„Mér finnst við ekki hafa langan tíma. Mér finnst ekki við geta farið að setja niður einhvern hóp sem á að starfa í nokkrar vikur í viðbót. Það er kominn tími til að fara að fá lausn í þetta. Nú mun ég vinna í því með fjármálaráðherra að fara yfir málið og skoða hvernig við tökum þessa vinnu áfram. Og setjum saman, þá með þessum aðilum sem hér eru, samsettar lausnir sem við metum að hægt sé að ná saman um. En það verður aldrei hægt að ná saman nema allir gefi eftir, þ.e.a.s. þeir sem lengst vilja ganga og þeir sem styst vilja ganga mætist einhversstaðar á miðri leið.“

Aðspurð hvort niðurstaða muni liggja fyrir jól segir Jóhanna að vonandi menn geti séð til lands í þessum mánuði.

mbl.is

Innlent »

Bíða enn svara frá Spáni

Í gær, 20:26 „Málið er enn í sömu stöðu og hefur verið,“ segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is. Íslenska lög­regl­an hef­ur enn ekki fengið lokasvar frá lög­reglu­yf­ir­völd­um á Spáni um rétt­ar­beiðni ís­lenskra stjórn­valda. Meira »

Ganga í Fífunni í kjölfar stangarstökks í Öræfum

Í gær, 19:38 Aldurinn þvælist ekki fyrir fólki, sem mætir í Fífuna, íþróttahöll Breiðabliks í Kópavogi, og gengur sér til heilsubótar á morgnana, sumir alla virka daga. Meira »

Vissu ekki að um sakamál væri að ræða

Í gær, 19:34 Bæjaryfirvöld í Mosfellsbæ segjast ekki hafa haft upplýsingar um að mál dagmóður sem var dæmd fyrir líkamsárás gegn tæplega tveggja ára barni væri rannsakað sem sakamál fyrr en nokkrum mánuðum eftir að það kom upp. Meira »

Kynleg glíma kynjanna

Í gær, 19:18 Glímukeppni með yfirskriftinni Stríð kynjanna þar sem konur eins og Mánaskin, Legna prinsessa og Lilly stjarna berjast við karla, sem eru stærri en þær á alla kanta, nýtur mikilla vinsælda í Mexíkó. Meira »

Fyrsti vinningur gekk ekki út

Í gær, 19:18 Fyrsti vinningur gekk ekki út í Víkingalottóinu í kvöld en í pottinum voru um 3,2 milljarðar króna.  Meira »

24,8 milljarða arðgreiðslur

Í gær, 19:00 Landsbankinn greiðir samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarða króna á árinu 2018. Þetta var samþykkt á aðalfundi bankans í dag. Meira »

Biskup framlengir leyfi sóknarprests

Í gær, 18:30 Biskup Íslands hefur ákveðið að framlengja leyfi Ólafs Jóhannssonar, sóknarprests Grensásprestakalls, ótímabundið á meðan mál hans er til ákvörðunar hjá embættinu. Þetta kemur fram í tilkynningu. Meira »

Ásgeir ráðinn upplýsingafulltrúi

Í gær, 18:44 Ásgeir Erlendsson hefur verið ráðinn upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Hann hefur störf þar í maí en verður áfram einn umsjónarmanna Íslands í dag fram að því. Þetta staðfestir Ásgeir í samtali við mbl.is. Meira »

Persnesk vorhátíð í Ráðhúsinu

Í gær, 18:07 Nú fer fram Nowruz-vorhátíð í Ráðhúsi Reykjavíkur en hún er mikilvæg hjá þjóðarbrotum sem hafa persneskar rætur. 150 manns frá hinum ýmsu löndum taka þátt en margir þeirra eru flóttamenn og hælisleitendur. Eshan Ísaksson segir mestu máli skipta að safna fólkinu saman. Meira »

Ekki sekir um hafa velt bíl á hliðina

Í gær, 17:55 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað tvo menn sem voru ákærðir fyrir hafa mánudagskvöldið 27. júní 2016 „af gáska og á ófyrirleitinn hátt“ stofnað lífi og heilsu manns og konu í hættu með því að hafa velt bifreið á vinstri hlið er hún stóð kyrrstæð. Meira »

Mosfellsbær þarf að greiða yfir 20 milljónir

Í gær, 17:44 Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag Mosfellsbæ til þess að greiða Spennt ehf 20.099.106 krónur með dráttarvöxtum. Þá þarf Mosfellsbær að greiða 2.500.000 krónur í málskostnað. Meira »

ASÍ tekur ekki sæti í Þjóðhagsráði

Í gær, 16:53 Miðstjórn ASÍ ákvað á fundi sínum í dag að Alþýðusambandið myndi ekki taka sæti í Þjóðhagsráði, þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að útvíkka erindi ráðsins og ræða félagslegan stöðugleika ásamt efnahagslegum stöðugleika. Meira »

„Grímulaus áróður gegn samningnum“

Í gær, 16:52 „Það eru vonbrigði að hann hafi verið felldur. Það kom kannski ekki á óvart miðað við að það var grímulaus áróður í gangi gegn samningnum af pólitískum aðilum sem lögðu mikið á sig við að fella hann án þess að greina frá því hvað gæti tekið við,” segir formaður Félags grunnskólakennara. Meira »

Fer fram á 16 ára fangelsi

Í gær, 16:37 Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari fer fram á 16 ára fangelsisdóm yfir Khaled Cairo fyrir að hafa orðið Sanitu Brauna að bana á Hagamel í september í fyrra. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Cairo, fór fram á að skjólstæðingi hans yrði ekki gerð refsing vegna þess að hann sé ósakhæfur. Meira »

Þurfa ekki að afhenda gögn frá Glitni

Í gær, 16:13 Landsréttur hefur staðfest ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavik Media um að fjölmiðlunum sé ekki skylt að afhenda gögn sem þeir hafa undir höndum um viðskiptavini Glitnis. Þar á meðal gögn um viðskipti Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra og fjölskyldu hans. Meira »

Komist aftur út á vinnumarkaðinn

Í gær, 16:40 „Við getum ekki horft upp á ungt fólk, þúsundum saman, stimplast út af vinnumarkaði, kannski fyrir lífstíð, ef við getum gert eitthvað í því. Það er rándýrt fyrir þjóðfélagið en það er auðvitað enn dýrkeyptara fyrir það fólk sjálft sem lendir í þessu.“ Meira »

Að bryggju 11 mínútum eftir neyðarkall

Í gær, 16:27 Norski dráttarbáturinn sem verið er að dæla upp úr í Faxagarði heitir FFS Amaranth og hefur það verkefni að draga togara frá Grænlandi. Meira »

Vilja hjólaleið milli Reykjavíkur og Keflavíkurflugvallar

Í gær, 15:58 Fjórtán þingmenn hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar á Alþingi þess efnis að Sigurði Inga Jóhannssyni, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, verði falið að skipa starfshóp um gerð fýsilegrar hjólaleiðar milli Reykjavíkur og Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Meira »
Chesterfield sófi.
Til sölu þessi gullfallegi Chesterfield leðursófi. Til sýnis í versluninni Notað...
Nudd Nudd Nudd
Relaxing massage down town Reykjavik. S. 6959434, Alina...
PENNAR
...
Heimili í borginni - Laust í apríl..
Til leigu 2-3ja herb. íbúdir fyrir fjölskyldur og ferðalanga, einnig erlenda ges...
 
Tillaga að deiliskipulagi
Tilkynningar
Breiðdalshreppur Tillaga ...
Framhaldssölur
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Mat á umhverfisáhrifum
Tilkynningar
Mat á umhverfisáhrifum Álit...
Frestun aðalfundar
Fundir - mannfagnaðir
Frestun aðalfundar ?? ??? ?????????...