Lasermálið á Akureyri upplýst

Fokker Flugfélags Íslands.
Fokker Flugfélags Íslands. mbl.is/Þorkell.

Lögreglan á Akureyri telur sig hafa upplýst mál þar sem lasergeisla var beint í stjórnklefa flugvélar Flugfélags Íslands sem kom inn til lendingar á þriðjudagskvöld. Engin játning liggur fyrir en „það telst vera komin niðurstaða í málið“, svo notuð eru orð varðstjóra.

Lögreglan hefur tekið í vörslur sínar tvo svonefnda laserpenna. Ekki fékkst uppgefið neitt um eignarhald þeirra penna né hvort viðkomandi verði kærðir. Engu að síður telur lögreglan að um réttu laserpennana sé að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina