Friðlýst svæði í hættu

Í skýrslunni segir að grípa þurfi til öryggisráðstafana við fossbrún ...
Í skýrslunni segir að grípa þurfi til öryggisráðstafana við fossbrún Gullfoss. Það er ekki ofsagt. mbl.is/Rax

Brýnast er að grípa til aðgerða til að sporna gegn átroðningi við Gullfoss og Geysi, þá Teigarhorn og Friðland að Fjallabaki, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæði. Mörg friðlýst svæði liggja undir skemmdum og víða þarf strax að bregðast við.

Þau svæði sem lenda á rauðum lista, þar sem tafarlausar aðgerðir eru taldar nauðsynlegar, eru Dyrhólaey, Friðland að Fjallabaki, Grábrókargígar, Gullfoss, Geysir, Helgustaðanáma, Hveravellir, Reykjanesfólkvangur, Surtarbrandsgil og Teigarhorn. 

Á appelsínugulum lista lenda svæði sem eru undir töluverðu álagi sem Umhverfisstofnun telur að þurfi að fylgjast vel með og bregðast við aðstæðum á ýmsan hátt. Á appelsínugula listanum eru Dynjandi, Eldborg í Bláfjöllum, Fossvogsbakkar, Geitland, Hraunfossar, Kringilsárrani, Laugarás og Mývatn/Laxá. 

 Skýrslan var birt á vef Umhverfisstofnunar nú í morgun. Í tengslum við hana er nú hafinn fundur á Grand hóteli í Reykjavík þar sem fjallað er um innihald skýrslunnar og viðbrögð við niðurstöðum hennar. 

Þolmörkum náð að Fjallabaki árið 2003

Um Friðland að Fjallabaki segir m.a. að ágangur ferðamanna hafi verið stigvaxandi og minnt er á að þegar árið 2003 hafi þolmörkum svæðisins að sumarlagi verið náð. Utanvegaakstur sé þar tíður en lítið viðhald vega virðist hvetja til aksturs utan vega. Engin verndaráætlun sé til og ferðaþjónustuaðilar virðist taka sér sjálfsvald í fjölgun mannvirkja í friðlandinu. 

Lengi hefur legið fyrir að ástand Geysissvæðisins er slæmt og hefur lítið þokast í úrbótum undanfarin ár. Í skýrslunni segir að aðkoma að svæðinu sé slæm, mikið af rusli og slæm umgengni einkenni svæðið. Stígar, skilti og kaðlar séu í slæmu ástandi og fólk gangi „stjórnlaust“ um stóran hluta svæðisins. Sápa hafi oft verið borin í hverina, síðast af landeiganda árið 2009. Fólk hlaði vörður á svæðinu og einhverjir hafi ritað nafn sitt með steinum í hlíð á svæðinu.

Nýjar gönguleiðir á Grábrók

Í skýrslunni segir að álag á Grábrókargíga, ofan Bifrastar, hafi aukist með tilkomu háskólaþorps á Bifröst og að nýjar gönguleiðir hafi myndast frá Bifröst á gígana. Ferðamenn tíni grjót úr Grábrók og hafi landvörður orðið vitni að því þegar leiðsögumaður deildi út pokum á hópinn sinn. Ferðaþjónustuaðilar beri litla ábyrgð og rútuhópar séu ekki undir eftirliti. Brýn þörf sé fyrir salerni á svæðinu og skoða þyrfti möguleika á að setja upp ruslafötur. 

Í skýrslunni segir að svæðið í kringum Gullfoss hafi látið á sjá. Mörg mannvirki séu slitin og gróðurþekja víða rofin. Ferðamenn virðist sækja út fyrir gönguleiðir og stytta sér leiðir upp og niður brekkur. Mikið af hliðarstígum hafi myndast frá malarstíg á neðra svæði þar sem ferðamenn taki sveig út af stígnum til að forðast vatnsúða. Gera þurfi úrbætur í öryggismálum við fossbrún. 

Dyrhólaey sé í eðli sínu viðkvæmt svæði og nauðsynlegt sé að ná utan um umferð ferðamanna og stýra henni betur. Lítið sé um eiginlega göngustíga á svæðinu og sama sem engin stýring ferðamanna. 

Frá Helgustaðarnámu, frægustu silfurbergsnámu í heimi, sé sífellt meira um fréttir af steinatöku ferðamanna.  Lítið sem ekkert eftirlit sé með svæðinu. 

Ganga stjórnlaust um hverasvæðið á Hveravöllum

Bent er á skýrslunni að aðkoma Hveravöllum sé ekki góð, öryggismálum sé ábótavant og verndaráætlun sé ekki til. Mjög mikið álag sé á Hveravallasvæðinu og víða liggi það undir skemmdum. Fólk reyni að komast sem næst hverunum og gangi stjórnlaust um allt hverasvæðið. 

Þær ógnir sem sagðar eru steðja að Reykjanesfólkvangi eru m.a. fyrirhuguð nýting á jarðhita og rannsóknir sem tengjast þeim, efnistaka og slæm umgengni. Þá sé fólkvangurinn illa farinn sökum utanvegaaksturs. 

Í Surtarbrandsgili eru engir eiginlegir göngustígar en ferðamenn ganga eftir mörgum kindagötum sem þangað liggja, að því er segir í skýrslunni. Svæðinu hnigni bæði af náttúrulegum ástæðum og vegna ágangs ferðamanna. Umgengni sé slæm og ferðamenn safni steingervingum en slíkt er óheimilt. Leiðrétta þurfi rangar upplýsingar um svæðið en bent er á að í þýskri ferðamannahandbók komi fram að heimilt sé að taka með sér einn steingerving. 

Ekkert eftirlit við Teigarhorn

Við Teigarhorn er einn þekktasti fundarstaður geislasteina í heimi. Svæðið dregur að sér mikinn fjölda ferðamanna og margir reyna að hafa steina með sér á brott. Enginn býr á Teigarhorni og því er lítið sem ekkert eftirlit með svæðinu. Engar merktar gönguleiðir eru heldur fyrir hendi. 

Framangreind svæði voru flokkuð í þrjá mismunandi forgangsflokka. Í flokki 1 eru svæði þar sem brýnast er að grípa til aðgerða. 

Í 1. flokki eru Gullfoss, Geysir, Teigarhorn og Friðland að Fjallabaki. Í 2. flokki lentu Reykjanesfólkvangur, Grábrókargígar og Hveravellir. Í 3. flokki eru Surtarbrandsgil, Helgustaðarnáma og Dyrhólaey.

Hægt er að lesa skýrsluna hér.

Ferðamenn við Gulfoss.
Ferðamenn við Gulfoss. mbl.is/Rax
Þolmörkum Friðlands að Fjallabaki, en innan þess eru m.a. Landmannalaugar ...
Þolmörkum Friðlands að Fjallabaki, en innan þess eru m.a. Landmannalaugar og nágrenni, var náð árið 2003. mbl.is/Rax
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Spá staðbundnu óveðri

Í gær, 22:36 Spáð er staðbundnu óveðri eftir hádegi á morgun syðst á landinu og með ströndinni að Öræfajökli. Þarna er útlit fyrir austanstorm eða -rok og ofankomu með köflum. Mun skárra veður verður annars staðar á landinu. Meira »

Eins og rússnesk rúlletta

Í gær, 22:00 „Það er þyngra en tárum taki að baráttunni um betri vegasamgöngur frá Reykjanesbæ um Reykjanesbraut sé enn ekki lokið,“ segir Þórólfur Júlían Dagsson, stjórnarmaður Pírata á Suðurnesjum. Meira »

Ásgerður skipar fyrsta sætið

Í gær, 21:38 Alls greiddu 711 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri fékk flest atkvæði eða 534 atkvæði alls, en 463 í fyrsta sætið. Meira »

Fjórir létust úr listeríusýkingu

Í gær, 21:13 Óvenjumargir eða sjö einstaklingar greindust með listeríusýkingu á síðasta ári. Fjórir af þessum sjúklingum létust, þrír af þeim voru eldri einstaklingar með undirliggjandi sjúkdóma en einn var nýfætt barn. Sýkingarnar voru taldar innlendar í sex af þessum tilfellum. Meira »

Blær les Ísfólkið sem verða nú hljóðbækur

Í gær, 19:46 Leikkonan Þuríður Blær Jóhannsdóttir byrjaði í vikunni að lesa upp bækurnar um Ísfólkið en þær verða nú að hljóðbókum. „Ég er svo spennt. Þetta eru 47 bækur, þetta er rosa mikið og mikilvægt hlutverk." Meira »

Mikið framboð af lækna­dópi „sláandi“

Í gær, 19:45 „Mér fannst slá­andi hversu mikið fram­boð er af fíkni­efn­um, sérstaklega af am­feta­míni, kókaíni og lækna­dópi og hversu auðvelt það er að kom­ast í þessa hópa ef maður hef­ur áhuga á því,“ seg­ir Inga Rut Helgadóttir sem skoðaði sölu fíkni­efna á sam­fé­lags­miðlum. Meira »

Tvöfaldur pottur næst

Í gær, 19:27 Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður lottópotturinn tvöfaldur í næstu viku. Einn miðaeigandi var með bónusvinninginn og hlýtur hann 656.100 kr., en miðinn var keyptur í N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ. Meira »

Landspítalann aldrei jafnöflugur og nú

Í gær, 19:38 Forstjóri Landspítalans, Páll Matthíasson, segir að spítalinn hafi aldrei verið öflugri en nú og rangt sé að hann ætli að draga úr starfsemi líkt og fram hafi komið í fréttum. Meira »

Beinbrunasótt greind á Íslandi

Í gær, 18:54 Ungur maður kom í nóvember heim til Íslands eftir að hafa dvalist á Filippseyjum. Hann veiktist á heimleiðinni með hita, skjálfta, niðurgangi og almennum slappleika. Staðfest var með blóðprófi að um beinbrunasótt (Dengue) var að ræða en aðeins einu sinni áður hefur hún greinst hér á landi. Meira »

27 greindust með HIV í fyrra

Í gær, 18:44 Samtals greindust 27 einstaklingar með HIV-sýkingu á árinu 2017. Meðalaldur hinna sýktu er 35 ár (aldursbil 16‒59 ára). Af þeim sem greindust á árinu voru þrjár konur og 18 voru af erlendu bergi brotnir (67%). Meira »

Konu bjargað upp úr gjá

Í gær, 18:06 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og björgunarsveitarfólk komu göngukonu til bjargar í Heiðmörk á sjötta tímanum en konan hafði fallið niður í gjá á gönguleið. Meira »

Peningar eru ekki vandamálið

Í gær, 17:44 „Það er mjög óheppilegt að þetta skuli koma upp og hefði verið gott ef menn hefðu hugsað þetta áður en lagt var af stað,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra um stöðuna í millilandaflugi á Akureyri. Meira »

Ábyrgð samfélagsmiðla nú til umræðu

Í gær, 17:39 Lærdómurinn fyrir íslenska unglinga, sem eru endalaust að senda nektarmyndir af sér í gegnum Snapchat, er sá að þegar fólk áframsendir nektarmyndir af fólki sem er börn í lagalegum skilningi, þá er það að deila barnaklámi,“ segir María Rún Bjarnadóttir, doktorsnemi í lögfræði. Meira »

Óvissustig í Ólafsfjarðarmúla

Í gær, 16:20 Siglufjarðarvegur er enn lokaður vegna snjóflóðahættu og óvissustig gildir í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurspáin hefur hins vegar skánað fyrir morgundaginn. Meira »

Látinn laus í Malaga

Í gær, 14:50 Íslenskum karlmanni á fertugsaldri, sem Fréttablaðið greindi frá því í gær að hefði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í Malaga á Spáni, grunaður um alvarlegt ofbeldisbrot gegn þrítugri eiginkonu sinni, hefur verið sleppt úr haldi. Meira »

Sýning fellur niður

Í gær, 17:33 Leiksýningin Himnaríki og helvíti fellur niður á morgun, sunnudaginn 21. janúar, vegna veikinda.  Meira »

Gera kröfu í dánarbú meints geranda

Í gær, 15:32 Óskað verður eftir opinberri rannsókn á meintum fjárdrætti fyrrverandi starfsmanns Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. á árunum 2010-2015. Lögmanni Höfða hefur verið falið að gera kröfu í dánarbú meints geranda. Meira »

Allt uppselt á innan við klukkustund

Í gær, 14:26 Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann voru fyrir jól í gönguferð um Gróttu ásamt föður sínum þegar Róbert stakk upp á því að hefja sölu á kakói í Gróttu. Svo bættust kleinur við og í dag mættu þeir í annað skiptið að selja til gesta og gangandi. Þeir hafa vart undan og uppselt var strax. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Faglærðir málarar
Faglærðir málarar Tökum að okkur öll almenn málningarstörf. Tilboð eða tímavinna...
Viðeyjarbiblía 1841
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, innbundin í fallegt skinnband, ástand mjög got...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ&feature=channel L...
 
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. R...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
L edda 6018011619i
Félagsstarf
? EDDA 6018011619 I Mynd af auglýsin...