Friðlýst svæði í hættu

Í skýrslunni segir að grípa þurfi til öryggisráðstafana við fossbrún ...
Í skýrslunni segir að grípa þurfi til öryggisráðstafana við fossbrún Gullfoss. Það er ekki ofsagt. mbl.is/Rax

Brýnast er að grípa til aðgerða til að sporna gegn átroðningi við Gullfoss og Geysi, þá Teigarhorn og Friðland að Fjallabaki, að því er kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæði. Mörg friðlýst svæði liggja undir skemmdum og víða þarf strax að bregðast við.

Þau svæði sem lenda á rauðum lista, þar sem tafarlausar aðgerðir eru taldar nauðsynlegar, eru Dyrhólaey, Friðland að Fjallabaki, Grábrókargígar, Gullfoss, Geysir, Helgustaðanáma, Hveravellir, Reykjanesfólkvangur, Surtarbrandsgil og Teigarhorn. 

Á appelsínugulum lista lenda svæði sem eru undir töluverðu álagi sem Umhverfisstofnun telur að þurfi að fylgjast vel með og bregðast við aðstæðum á ýmsan hátt. Á appelsínugula listanum eru Dynjandi, Eldborg í Bláfjöllum, Fossvogsbakkar, Geitland, Hraunfossar, Kringilsárrani, Laugarás og Mývatn/Laxá. 

 Skýrslan var birt á vef Umhverfisstofnunar nú í morgun. Í tengslum við hana er nú hafinn fundur á Grand hóteli í Reykjavík þar sem fjallað er um innihald skýrslunnar og viðbrögð við niðurstöðum hennar. 

Þolmörkum náð að Fjallabaki árið 2003

Um Friðland að Fjallabaki segir m.a. að ágangur ferðamanna hafi verið stigvaxandi og minnt er á að þegar árið 2003 hafi þolmörkum svæðisins að sumarlagi verið náð. Utanvegaakstur sé þar tíður en lítið viðhald vega virðist hvetja til aksturs utan vega. Engin verndaráætlun sé til og ferðaþjónustuaðilar virðist taka sér sjálfsvald í fjölgun mannvirkja í friðlandinu. 

Lengi hefur legið fyrir að ástand Geysissvæðisins er slæmt og hefur lítið þokast í úrbótum undanfarin ár. Í skýrslunni segir að aðkoma að svæðinu sé slæm, mikið af rusli og slæm umgengni einkenni svæðið. Stígar, skilti og kaðlar séu í slæmu ástandi og fólk gangi „stjórnlaust“ um stóran hluta svæðisins. Sápa hafi oft verið borin í hverina, síðast af landeiganda árið 2009. Fólk hlaði vörður á svæðinu og einhverjir hafi ritað nafn sitt með steinum í hlíð á svæðinu.

Nýjar gönguleiðir á Grábrók

Í skýrslunni segir að álag á Grábrókargíga, ofan Bifrastar, hafi aukist með tilkomu háskólaþorps á Bifröst og að nýjar gönguleiðir hafi myndast frá Bifröst á gígana. Ferðamenn tíni grjót úr Grábrók og hafi landvörður orðið vitni að því þegar leiðsögumaður deildi út pokum á hópinn sinn. Ferðaþjónustuaðilar beri litla ábyrgð og rútuhópar séu ekki undir eftirliti. Brýn þörf sé fyrir salerni á svæðinu og skoða þyrfti möguleika á að setja upp ruslafötur. 

Í skýrslunni segir að svæðið í kringum Gullfoss hafi látið á sjá. Mörg mannvirki séu slitin og gróðurþekja víða rofin. Ferðamenn virðist sækja út fyrir gönguleiðir og stytta sér leiðir upp og niður brekkur. Mikið af hliðarstígum hafi myndast frá malarstíg á neðra svæði þar sem ferðamenn taki sveig út af stígnum til að forðast vatnsúða. Gera þurfi úrbætur í öryggismálum við fossbrún. 

Dyrhólaey sé í eðli sínu viðkvæmt svæði og nauðsynlegt sé að ná utan um umferð ferðamanna og stýra henni betur. Lítið sé um eiginlega göngustíga á svæðinu og sama sem engin stýring ferðamanna. 

Frá Helgustaðarnámu, frægustu silfurbergsnámu í heimi, sé sífellt meira um fréttir af steinatöku ferðamanna.  Lítið sem ekkert eftirlit sé með svæðinu. 

Ganga stjórnlaust um hverasvæðið á Hveravöllum

Bent er á skýrslunni að aðkoma Hveravöllum sé ekki góð, öryggismálum sé ábótavant og verndaráætlun sé ekki til. Mjög mikið álag sé á Hveravallasvæðinu og víða liggi það undir skemmdum. Fólk reyni að komast sem næst hverunum og gangi stjórnlaust um allt hverasvæðið. 

Þær ógnir sem sagðar eru steðja að Reykjanesfólkvangi eru m.a. fyrirhuguð nýting á jarðhita og rannsóknir sem tengjast þeim, efnistaka og slæm umgengni. Þá sé fólkvangurinn illa farinn sökum utanvegaaksturs. 

Í Surtarbrandsgili eru engir eiginlegir göngustígar en ferðamenn ganga eftir mörgum kindagötum sem þangað liggja, að því er segir í skýrslunni. Svæðinu hnigni bæði af náttúrulegum ástæðum og vegna ágangs ferðamanna. Umgengni sé slæm og ferðamenn safni steingervingum en slíkt er óheimilt. Leiðrétta þurfi rangar upplýsingar um svæðið en bent er á að í þýskri ferðamannahandbók komi fram að heimilt sé að taka með sér einn steingerving. 

Ekkert eftirlit við Teigarhorn

Við Teigarhorn er einn þekktasti fundarstaður geislasteina í heimi. Svæðið dregur að sér mikinn fjölda ferðamanna og margir reyna að hafa steina með sér á brott. Enginn býr á Teigarhorni og því er lítið sem ekkert eftirlit með svæðinu. Engar merktar gönguleiðir eru heldur fyrir hendi. 

Framangreind svæði voru flokkuð í þrjá mismunandi forgangsflokka. Í flokki 1 eru svæði þar sem brýnast er að grípa til aðgerða. 

Í 1. flokki eru Gullfoss, Geysir, Teigarhorn og Friðland að Fjallabaki. Í 2. flokki lentu Reykjanesfólkvangur, Grábrókargígar og Hveravellir. Í 3. flokki eru Surtarbrandsgil, Helgustaðarnáma og Dyrhólaey.

Hægt er að lesa skýrsluna hér.

Ferðamenn við Gulfoss.
Ferðamenn við Gulfoss. mbl.is/Rax
Þolmörkum Friðlands að Fjallabaki, en innan þess eru m.a. Landmannalaugar ...
Þolmörkum Friðlands að Fjallabaki, en innan þess eru m.a. Landmannalaugar og nágrenni, var náð árið 2003. mbl.is/Rax
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Svæðið ekki lokað á hálendiskorti

21:11 Leiðin á milli Kerlingarfjalla og Setursins undir Hofsjökli var ekki merkt lokuð á hálendiskorti Vegagerðarinnar þegar tveir ökumenn festu jeppa sína utan vegar á svæðinu á sunnudag. Meira »

Mikil samstaða með ljósmæðrum

21:05 Mikil samstaða var meðal fólks sem safnaðist saman á Austurvelli í dag til þess að vekja athygli á slæmri stöðu sem upp er komin vegna kjaradeilu ljósmæðra. Nokkur hundruð manns mættu á svæðið. Meira »

Kjærsgaard ávarpar Alþingi

20:56 Forseti danska þingsins, Pia Kjærsgaard, mun flytja ávarp á hátíðarfundi Alþingis á Þingvöllum á morgun. Kjærsgaard er fyrrverandi formaður Danska þjóðarflokksins og stofnandi flokksins en flokkurinn hefur rekið harða stefnu í málefnum innflytjenda. Meira »

„Það er frost!“

20:01 Bóndinn Unnsteinn Hermannsson í Dalabyggð, rétt austan við Búðardal, birti síðastliðna nótt myndskeið þar sem sjá má hvar hann er við slátt á bænum Svarfhóli í Laxárdal í frosti. Meira »

Ammoníakleki í húsnæði Hvals

19:41 Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út vegna ammoníakleka í húsnæði Hvals hf. í Hafnarfirði um fimmleytið í dag. Tveir dælubílar voru sendir á vettvang ásamt bíl sem er sérstaklega útbúinn til þess að eiga við eiturefnaleka, segir Bjarni Ingimarsson, aðstoðarvarðstjóri slökkviliðsins, í samtali við mbl.is. Meira »

Funda með MAST um heyútflutning

19:34 Fulltrúar Matvælastofnunar funduðu með fulltrúum norskra yfirvalda í gær í þeim tilgangi að skoða fýsileika þess að flutt verði hey frá Íslandi til Noregs. Þetta segir framkvæmdastjóri markaðsstofu MAST. Útflutningnum er ætlað að mæta fóðurskorti sem orðið hefur í Noregi vegna mikilla þurrka. Meira »

738 leituðu sér aðstoðar vegna áverka eftir hund

18:59 Samtals 738 einstaklingar leituðu sér aðstoðar á sjúkrahúsum og heilsugæslum hér á landi á fimm ára tímabili frá 2013 til 2017 vegna áverka eftir hund. Að meðaltali gera það 147 skipti á ári. Fæst voru þau árið 2015 eða 123 talsins, en flest árið 2014 þegar tilvikin voru 163. Meira »

„Við erum að tala um fæðandi konur“

18:33 „Ástandið hefur verið erfitt, alveg frá mánaðamótum,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti en næsti fundur í kjaradeilunni er eftir sex daga. Meira »

Isavia ósammála niðurstöðunni

18:29 „Isavia vill taka það fram að farið verður að ákvörðun Samkeppniseftirlitsins og gjaldtöku hætt strax í dag.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en fyrr í dag úrskurðaði Samkeppniseftirlitið að Isa­via ohf. skyldi tíma­bundið hætta gjald­töku á ytri rútu­stæðum (fjar­stæðum) við Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar meðan Sam­keppnis­eft­ir­litið skoðar kæru Gray Line. Meira »

Eini sumardagurinn í bili

18:19 Veður hefur verið með besta móti á höfuðborgarsvæðinu í dag og nýttu ferðamenn jafnt sem Íslendingar langþráð blíðviðrið til þess að spóka sig í miðborginni. Veðurfar hefur ekki verið upp á marga fiska og hefur grámi og væta sett svip sinn á höfuðborgarsvæðið í sumar. Meira »

„Algjört virðingarleysi við konur“

17:36 „Mér finnst þetta algjört virðingarleysi við konur yfir höfuð. Þetta endar ekki vel ef þetta heldur svona áfram. Þetta er grafalvarlegt mál,“ segir Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir í samtali við mbl.is. Meira »

Komu heim á tryggingunni

17:34 Ferðaskrifstofa Austurlands fór í rekstrarstöðvun í apríl, en á sama tíma var hópur á vegum fyrirtækisins staddur í Alicante á Spáni. Virkja þurfti lögbundnar tryggingar Ferðamálastofu til þess að koma hluta hópsins heim til Íslands. Meira »

Fyllast von þegar sólin lætur sjá sig

17:06 Íbúar höfuðborgarsvæðisins hafa margir orðið varir við auknar vegaframkvæmdir á síðustu tveimur sólarhringum, svo sem í Ártúnsbrekku. Fyrirsvarsmenn malbikunarfyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu hafa beðið óþreyjufullir að undanförnu eftir þurru og hlýju veðri svo unnt sé að klára þau stóru verk sem hafa hrannast upp í vætutíðinni. Meira »

Kostnaður við aðstoðarmenn 427 milljónir

15:53 Áætlaður heildarlaunakostnaður ríkisins vegna aðstoðarmanna ráðherra og ríkisstjórnar er 427 milljónir á þessu ári, en ráðherrar og ríkisstjórnin eru með samtals 22 aðstoðarmenn. Meira »

Sólböð og ísát í veðurblíðunni

15:41 Víða er veðurblíða á landinu í dag en samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hæstu hitatölurnar að finna á Suðurlandi. Hitinn fór mest upp í 17,1 stig á Básum í Goðalandi. „Hér er alveg bongó,“ segir Freyja Ingadóttir, skálavörður í Básum, í samtali við mbl.is. Meira »

Meðalflutningstími sjúklinga 111 mínútur

15:35 Meðalflutningstími sjúklinga sem fóru með sjúkraflugi á síðasta ári var 111 mínútur, en þá er horft til heildarflutnings frá því þar sem sjúklingur er sóttur og fluttur í flug, svo með flugi og að lokum frá flugvelli að sjúkrastofnun. Lengri tími fór í að flytja sjúklinga að flugvél en flugið sjálft. Meira »

Mótmælin hafin á Austurvelli

15:23 Mótmælafundur er hafinn á Austurvelli þar sem nokkur hundruð eru saman komin til þess að vekja athygli ríkisstjórnarinnar á slæmri stöðu í kjaradeilu ljósmæðra. Meira »

Vilja fagna fullveldinu með nýjum frídegi

15:05 Undirbúningur hátíðarfundar Alþingis á Þingvöllum á morgun, vegna 100 ára fullveldis landsins, var efni þingfundar dagsins. Þingmenn lýstu yfir þakklæti vegna fullveldisins og þá sagði Miðflokkurinn að fagna ætti afmælisárinu með því að gera 1. desember, fullveldisdaginn, að almennum frídegi. Meira »

Rútufyrirtækin fagna í kvöld

14:10 „Við erum afskaplega ánægð með þessa niðurstöðu en hún er alveg í takt við það sem við áttum von á,“ segir Þórir Garðarsson, stjórnarformaður rútufyrirtækisins Gray Line. Hann segir ljóst að Gray Line og önnur rútufyrirtæki muni fagna í kvöld. Meira »
Til sölu á Jótlandi, íbúð + iðnaður
Mikið pláss 1268 m/2 á 3000 m/2 lóð, m.a. 300 m/2 íbúð, stórt rafmagnsinntak. Ým...
Byggingastjórn - Húsasmíðameistari
Löggiltur byggingarstjóri og húsasmíðameistari Tek að mér: - byggingarstjór...
Lausar íbúðir í Reyjavik-www.eyjasolibudir.is
Fallegar 2-3ja herb. fyrir fölskyldur og ferðalanga, einnig erlenda gesti. ALLT...
STIGAR OG HANDRIÐ ALLAR MÖGULEGAR GERÐIR
Hagstæð verð, sjá meðal annars: http://www.youtube.com/watch?v=73dIQgOl2JQ...